Hvar er jafnréttið?

Ja hérna hér tvöhundraðþúsund minna í laun! Það hefur víst alltaf verið metið meira að pissa standandi og virðist það vera áfram. Vona að ekki sé búið að segja skúringakonunni upp hjá Kaupþing.
mbl.is Bankastjóri Glitnis með 1750 þúsund í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeim væri nú nær að borga þeim báðum ,bankastýrunum, minna en milljón á mánuði samanlagt!

Bjarni (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:10

2 identicon

Kaupþing er stærri banki og því meiri ábyrgð þar.

Geiri (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Sorglegt er að vita að en eru til svona miklar karlrembur og það á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:15

4 identicon

Nýji Kaupþing banki er ekki stærri en Nýji Glitnir... Málið er að karlmenn eru bara betri samningarmenn en konur!!!

GHA (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:19

5 identicon

En allavega óháð því þá er ekki hægt að fullyrða að þetta sé endilega vegna kyns.

Geiri (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:20

6 identicon

Alltaf ef að karl fær eitthvað betra er grenjað og grenjað. En ef kona fær betri kjör er það bara eðlilegt. Djöfull er ég orðinn ógeðslega þreyttur á þessu væli í þessum svokölluðu jafnréttissinnuðu konum, réttara er að kalla þær kvenforréttindasinna því það er markmiðið með þessu væli. Hefur þér nokkuð dottið í hug að launin tengist stöðunni. Þetta er ekki sami bankinn kaupþing er stærra. Mér finnst líklegra að það sé ástæðan fyrir launamuninum.

Óli (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:21

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hvaða ábyrgð?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.10.2008 kl. 15:21

8 identicon

Uhh Kaupþing er í minnsti bankinn í dag sbr frétt http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/22/nyi_landsbankinn_langstaerstur

Og svo fylgir þessu starfi engin ábyrgð, sjáðu bara fyrrverandi stjóra, hver var ábyrgðin þeirra?

Að þetta séu launahæstu starfsmenn ríkisins er hneyksli

Kron (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:22

9 identicon

Þetta eru of há laun fyrir hana og einnig fyrir Finn. En af hverju í andskotanum gat konana ekki svarað þessu þegar hún var spurð? Þetta rýrir trúverðugleika hennar að mínum dómi sem stjórnanda. Hún vill feluleik áfram. Ætli hennar stjórnunarhættir verði í samræmi við það??

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:25

10 identicon

Það er ekkert sem heitir ójafnrétti í þessu, kaupþing er og verður mikið stærra fyrirtæki. 

 Það er talað um að efnahagsreikningur nýja kaupþings sé 700 miljarðar.  

 Svo fyrir ykkur hinar kvenfélags- og feminista væluskjóður bendi ég á þessa færslu mína sem ég skrifaði um jafnrétti kynjana.

http://a2.blog.is/blog/a2/entry/652092

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:35

11 identicon

HALLÓ.  Hvar er jafnréttið gagnvart fólkinu í landinu????

týpiskt fyrir íslendinga að byrja að röfla um hver eigi að hafa fleiri milljónir í laun.

byltingu strax

jonas (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:39

12 identicon

Jónas ertu eitthvað illa stuðaður drengur ?

Bankastjóri er mjög stór staða og mér þætti ekkert óeðlilegt að borga bankastjóra 2-3 miljónir á mánuði í laun.  Það er stór munur frá því og yfir í 10-15 miljónir eins og þeir voru að borga sér áður.

Umræðan hérna snérist hinsvegar um hvað það væri mikið óréttlæti að konan fengi 200 þús minna en maðurinn á mánuði.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:03

13 identicon

Miðað við þá ábyrgð sem þessir bankastjórar virðast bera þá eiga þeir að fá í kringum 174.000.- kr á mánuði. Skúringakona er látin bera meiri ábyrgð og þarf þó að svara fyrir það ef hún þrífur ekki vel, hvað þá að hún spræni á fundarborðið.

Ellert (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:55

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Bankastjórar hafa löngum verið ofmetið fyrirbrigði, ég segi að hæfileg laun fyrir þessi ábyrgðarlausu störf sé hámark 300-400 þúsund, það er engum hollt að hafa mikið hærri laun en almúginn, elur bara á hroka þeirra og yfirlæti, lætur þetta fólk fá á tilfinninguna að það sé á einhvern hátt merkilegra en Jón og Gunna.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.10.2008 kl. 17:06

15 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Ekki ætla ég að taka afstöðu um hvað laun bankastjóra eiga að vera . En ég er ekki sátt við launamismuninn hjá þessum þremur ríkisbönkum

Það getur vel verið að ykkur þyki þetta vera kerlinga væl, það er þá bara ykkar. 

Þetta er mín skoðun á málinu.

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:19

16 identicon

Vill enginn taka menntun og reynslu inn í dæmið.  Það horfa allir bara á kynfærin og meta svo hvor ætti að fá hærri laun.  Ég er ekki að leggja mat á hvor hefur betri menntun né reynslu, mér finnst einungis skrítið að enginn hafi bent á þennan augljósa ákvörðunarþátt um laun fólks.

Blahh (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:33

17 identicon

Georg það að ætlast til þess að há laun geri menn hrokafulla er fáránleg alhæfing.  Ég þekki menn sem hafa nú ekki mikið meira en 3-400 þúsund og þeir halda þeir séu svakalegir stórlaxar.  Svo þekki ég líka menn með 2 miljónir sem eru bara fínustu kallar. 

Það kemur laununum ekkert við hvernig fólk verður, ef að fólkið hrokast upp þá á það við stærri vandamál en of há laun að glíma við.

Ef að fólk vinnur fyrir laununum sínum þá er það líka bara hið besta mál að launin séu há.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:35

18 identicon

Blahh, feministar kunna ekki að taka þannig hluti til fyrirmyndar.  Feministar og kvenfélagsvæluskjóður kunna bara að benda á hinn og segja ég vill svona.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:36

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég segi nú bara að það geti alið á hroka og yfirlæti og hvarflar ekki að mér að það sé sjálfgefið.

 Það hefur ekki nokkur maður þörf fyrir hærri laun en...ja, sirka hálfa milljón í laun á mánuði, enginn hefur raunar gott af því, opinberir starfsmenn eiga að vera eins nálægt almennum launakjörum og hægt er og algert jafnræði á að vera í launum milli kynja fyrir sambærilegar stöður.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.10.2008 kl. 17:46

20 identicon

Georg ég er alveg sammála þér í því að opinberir starfsmenn eigi að vera miklu nær almeningi í launakjörum.  Ég hinsvegar myndi frekar hækka laun almenings frekar en að skerða laun alþingismanna.

Þótt að þú sért fúll og öfundsjúkur yfir að vera ekki með hærri laun þá þíðir ekki að fólk sem að vinnur fyrir peningunum ætti ekki að fá þau laun.

500 þús á mánuði dugir nú frekar skammt.  Ef við skoðum nú t.d. hvað meðal fjölskylda er að nota á mánuði. 500 þús gefur ca. 350 eftir skatt.  Það sem ég myndi telja eðlilegt fyrir 4 manna fjölskyldu er

  • Húsaleiga: 100-150 þús
  • Matur: 90 þús
  • Afborgun og reksturbíls + eldsneti: 80 þús
  • Leikskólar, íþróttir og annað slíkt fyrir börnin um 30 þús
  • Sími, internet og sjónvarp: 15-20 þús.

    Samtals: ca. 370 þús
Þetta er það sem að 500 þúsundin þín myndu duga í og ekki mikið meira.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:58

21 identicon

Og eitt enn Georg, þú semsagt villt borga manni sem að hefur 20 ára starfsreynslu og afkastar 40% meira jafn há laun og öðrum bara útaf hann hefur sömu stöðu ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband