Færsluflokkur: Menntun og skóli

Menntun skiptir máli sama hver hún er

Hver hefði trúað því að húsmæðraskólamenntunin mín ætti eftir að koma að góðum notum aftur.

Ég sé að ég get bara verið stolt af þessari veru minni á húsó. Oft hefur nú verið gert grín af því að ég  hafa farið á húsmæðraskóla. En hvað kemur á daginn nú verður maður bara að þurrka rykið af öllum trixunum sem við lærðum. 

Nýtni og sparnaður var eitt af því sem við lærðum. Sem sagt sauma, prjóna, baka, sulta, niðursuða og margt fleira. Þannig að ég er í stakk búin að leiðbeina börnunum mínum.

Ég er sem sagt stolt húsmóðir í dag og þakka fyrir að ég er ekki fyrrum stjóri með samviskubit, því ef ég hefði verið stjóri þá væri ég örugglega með hauspoka núna og færi ekki út á meðal fólks.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband