Borga fyrst og dæla svo

Ég fór á N1 áðan og var að kaupa bensín á fákinn minn sem er nú ekki frásögufærandi. Nú þegar að ég var búin að reyna að dæla á fákinn og ekkert gerðist þá kemur starfsmaður til mín og lætur mig vita að ég þurfi fyrst að borga og síðan að dæla.

Er fólk virkilega farið að dæla á bílana sína og aka í burtu án þess að borga í stórum stíl? Það hlýtur eiginlega að vera úr því að þessi breyting  hefur orðið á viðskiptaháttum bensínstöðvana.

Það er ekki hægt annað en að vera sorgmæddur yfir því hvernig þjóðfélagið er að verða.

Næst verðum við kannski að borga áður en beljan er mjólkuð til að fá mjólk. Hvað er að fólki ? Ef ég á ekki pening fyrir bensíni þá nota ég bara ekki bílinn.

Ja island versnandi fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjófar eru þjófhræddastir.

Heimir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:30

2 identicon

Þeir eru greinilega búnir að ákveða fyrirfram að þú sért glæpamaður og ætlir að stela af þeim!  Eins og þeir séu ekki búnir að stela nóg sjálfir.  Ég fer nú alltaf í Orkuna og dæli bara sjálf :D

 Gangi þér allt í haginn.

Guðný (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:34

3 identicon

ég tók bensín á jeppann minn hjá olís, skrapp inn í sjoppuna meðan dælan gekk og náði mér í rettur og sagðist borga allt í einu, ég gleymdi að borga bensínið og retturnar, ók hin rólegasta af stað, ég gleymdi líka að taka dæluna frá bensíntanknum og tók hreinlega ekki eftir því að það var sprungið hjá mér líka, bíllinn var reyndar eineygður en það er ekkert stórmál,  ég var nefnilega að drífa mig í að fá mér að reykja, ég þakka vaktmönnum olís fyrir að vera yfirleitt á lífi í dag, þeir hlupu mig uppi þessa 3 metra sem ég komst áleiðis.  Reyndar er ég ég ekki heldur með bílpróf þessa dagana!

Ergó- Hætta að reykja! 

kristin fagra (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Ja hérna mín fagra ég myndi gjarnan vilja eiga JEPPANN þinn. Hann er nú ekkert smá flottur upphækkaður og mikið breyttur. Úr því að þú ert próflaus þá skal ég fara annað slagið og viðra hann fyrir þig. Láttu mig bara vita þegar að hann er farinn að emja af hreyfingarleysi

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 28.11.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband