Afi og heyrnin

Þegar aldurinn færist yfir þá dofnar oft heyrnin, og oft verður erfitt að koma fólki í skilning um að það þurfi að fá sér heyrnartæki. Oft verður misskilningur því fólk heyrir ekki nema brot af því sem sagt er.

Hér kemur eitt gott dæmi um slíkt. Eins og fram kom í síðustu færslu hjá mér var barnabarnið borið til skírnar á laugardaginn. Falleg athöfn og allir biðu spenntir eftir að heyra nafnið. Langafi barnsins stóð frekar aftarlega og er heyrnin farin að dofna (svolítið mikið). Þegar búið var að skíra þá snýr hann sér að dóttir sinni og tengdasyni og spyr, af hverju var barnið látið heita Elvar Breti. Tengdasonurinn var mjög snöggur að svara , nú auðvita til að sættast við  Bretana.

En þrátt fyrir þetta þá er hann ekki á leiðinni að fá sér heyrnatæki, og heldur semsagt áfram að misskilja um ókomna tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

algjörlega frábær þessi!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband