Leikskóla aðlögun

Nú er amman búin að vera með Kristian Helga í aðlögun á leikskólanum í þrjá daga. Hann er alveg alsæll að fá að vera á leikskóla, leika við krakkana og ég tala nú ekki um að fá að vera úti á leikvelli. Litla krílið fær alveg víðáttu brjálæði þar, enda var leiksvæðið hjá dagmömmunni eins og frímerki miða við þennan leikvöll. Og þá á ég við lítið frímerki eins og þessi litlu bresku með henni Betu á.

Ekkert mál er að skilja hann eftir honum er sko alveg sléttsama þó amma fari. En aftur á móti verður allt vitlaust þegar hann á að fara heim. Þá tekur hann sínar bestu trillur og grenjar og gólar. En heim skal hann og hefur amman þurft að halda á honum í bóndabeygju til að missa ekki tökin. Og fljótur er hann að sofna þegar heim er komið. Alveg búin litla skinnið eftir öll lætin í sjálfum sér.Sleeping

Þannig að eins sjá má er alveg full vinna að vera amma í aðlögunSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu vinkona, hvernig væri að blogga oftar og meira, sko ég er í sumarfríi og geri lítið annað en lesa misgáfulegt blogg á mbl. of vísi. orðið nokkuð langt síðan síðast,alveg 2 dagar!!!! bestu,-k

kristin fagra (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband