Sumarferð matarklúbbsins

Eins og sést í albúminu matarklúbburinn þá var sumarferð matarklúbbsins um síðustu helgi.

Þetta var svona inni útihátíð þar sem hluti hópsins gisti í tuskuhúsum fyrir utan bústaðinn.

Fuglahjónin Hrafnhildur og Þröstur sáu um matseldina að þessu sinni í sumarbústaðnum sínum. Hún Habba er náttúrulega algjör snillingur í matargerð og enginn fer svangur frá henni. Þröstur sá um ræðuhöldin og skemmtiatriðin. Allt tekið með trukki og dýfu í heitapottinum.

Ágætis mæting var en samt sár vantaði gaflarahjónin, það hefði nú ekki verið leiðinlegt ef þau hefðu mætt á svæðið með nýja tjaldútbúnaðinn sinn. En vonandi verða þau hress á næsta ári. Við verðum með fyrirbyggjandi ráðstafanir sem sagt vafin inn í bómull hálfum mánuði fyrir sumarferðina.

Alltaf stuð á þessum hóp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér hélt ég að ég fyrirfinndust matar og drykkjar uppskriftir, aðallega drykkjar og drykkju uppskriftir, ætlaði að læra svolítið til verka...auk þess sakna ég mynda af mér sjálfri, í öllum albúmum.... :=} k

kristin fagra (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Kæra mín fagra ég efast um að þú viljir hafa myndir af þér á blogginu mínu. Þessar frá spáni eru nú reyndar nokkuð flottar. Ég skelli bara inn mynd af þér frá spáni

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 14.8.2008 kl. 11:37

3 identicon

Heyrðu nú mig nafna mín og FYRRVERANDI VINKONA, því það ertu sko eftir þessa myndagjörð! veistu að ég get látið prest bannfæra svonalagað og þig í leiðinni!!!! veistu að til að vera alveg örugg þá sendi ég fyrrverandi meirihluta reykjavíkurborgar heim til þín og þú munt hugsa þig tvisvar um áður en þú bloggar og myndbirtir næst, svo mun ég æfa tryllu með Óla og í sameiningu tökum við Óli tryllu í hvert skipti sem þú heimsækir Fögruna.

Annars hefur maginn minnkað, til muna!

fagra 

kristin fagra (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Það er nú enginn magi sjáanlegur á þessum myndum en frekar tek ég myndirnar af síðunni en að missa þig fyrir vinkonu.

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 14.8.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband