Útilega

Þá er búið að fara í fyrstu útilegu sumarsins, Brautarholt á Skeiðum varð fyrir valinu.

Barnabörnin voru alveg himinlifandi að fá að fara í útilegu því lík spenna þegar þau áttu að fara að sofa. Það tók nú langan tíma að koma sér niður og Kristian gat ekki sofnað fyrr en mamma fór að sofa.

Á laugardaginn var ekki nema 10 stiga hiti og hávaða rok svo ákveðið var að fara í bíltúr og skoða Gullfoss og Geysi. Fossinn var fallegur að vanda en lítið bar á Geysi. Ég held svei mér þá að hann sé bara búin að vera. En Strokkur tók smá syrpu.

Þetta var bara ágætis útilega en hefði mátt vera hlýrra.

Gullfoss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Verst að við höfum ekki grætt nýjan goshver í jarðskjálftunum En ég sting uppá því að þú bætir ykkur upp letina í Geysi og farir í ísleiðangur í Perluna með ömmubörnin og skoðir gosbrunninn þar í staðinn, hann klikkar ekki

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband