Færsluflokkur: Bloggar

Væri ekki nær

Væri ekki nær að hafa varðskipin bundin við bryggju á vestfjörðum og austurlandi heldur en í Reykjavík? Þaðan er jú styttra á miðin ef eitthvað gerist.

Að mínu áliti finnst mér ótækt að hafa varðskipin bundin við bryggju. Nú fer vetur í hönd með válindum veðrum. Hvert er öryggi sjómanna? Spyr sú sem aldrei hefur verið til sjós.

Ætlum við ekki að bjarga þjóðarskútunni með fisknum í sjónum? Þá er náttúrulega aðalatriðið að hafa öryggið í lagi fyrir sjómennina.


mbl.is Varðskip til aðstoðar færeyskum togara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnabarnið komið í heiminn

1 september kom litli gullmolinn í heiminn, stærðar strákur 18 merkur og 54 cm.

P9200294

Fallegur drengur eins og sjá má.

Því lík spenna að komast heim úr fríi til að skoða hann.

 


Komin til Köben

Jæja þá er hún farin litla prinsan mín. Ekki gekk nú áfallalaust að pakka niður . Auðvita var stærsta taskan sótt í geymsluna og pakkað í hana öllu dótinu sem fara átti með til Dk. Flott allt smell passaði í hana og hefði verið hægt að bæta verulega í hana.

Nú þegar skvísan ætlaði að fara að sofa þá þurfti náttúrulega að fjarlægja töskuna af rúminu. Allt sat fast varla hægt að tomma henni áfram. Skelfingar svipur kom á hana og sá hún fyrir sér mörg þúsund í yfirvigt. Frown

Mamma gamla stökk af stað og niður í kjallara fór hún og sótti tvær töskur. Önnur svona flugfreyjutaska og hin aðeins stærri. Það var ekkert annað í stöðunni en að kom þessu öllu í litlu töskurnar. það tókst og ekki þurfti að skilja eftir nema tvær peysur, tvo kodda, sængurver og tvenn pör af skóm. Svo lesandi góður ef þú ert á leið til Köben og hefur pláss í tösku þá endilega láttu mig vita ha ha ha ha.GetLost

En heil komst hún til Köben með allt sitt hafurtask


Fer eftir nokkra klukkutíma

Nú er alveg að skella á aðskilnaður við litlu prinsessuna á heimilinu. Bara nokkrir klukkutíma þangað til hún fer til Danmerkur. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér bæði gleði og söknuður. Glöð yfir því að hún er að fara og mennta sig en söknuður að hún skuli ekki vera hérna heima hjá okkur. En það er nú ekki langt til Danmerkur og ódýrara að fljúga þangað en til Egilsstaða. Maður á alltaf að sjá jákvæðu punktana í öllu.

 Það verður skrítið að hafa hana ekki heima þó svo að hún sé nú alltaf dugleg að vera einhversstaðar annarstaðar en akkúrat heima.

Jæja best að hætta þessu bloggi og fara að hjálpa henni að pakka


Á ég að hætta við ?

Mér lýst nú ekkert á það að vera að fara til costa del sol eftir 10 daga og eiga á hættu að verða sprengd í loft upp. Er ekki hægt að fá einhversstaðar sprengjuhlífar?

Vona bara að ETA verði hættir að sprengja.


mbl.is Íslendingar óhræddir við ETA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt og ekkert

Ekki ætla ég að blogga meira um stjórnmál í bili. Fékk ansi gott viðbragð hjá minni kæru sjálfstæðis vinkonu. Vona að hún fyrirgefi mér.

En annars er allt gott að frétta héðan. Litla snúllan mín fékk inni í háskólanum í kaupmannahöfn og er nú ekki neitt smá gleði hér á bæ. Hún fer 25 ágúst. Hún er nú svo vön að skreppa til köben annað slagið.  Ég held að ég geri mér bara ekki grein fyrir því að hún komi ekki heim eftir nokkra daga úti veru. Aðal áhyggjuefni foreldranna er hvar hún verði um jólin.Woundering

En að öllum líkindum verður hún úti því það eru próf í janúar. Hún á nú fjölskyldu úti bæði í köben og Óðinsvé þannig að það verður allt í lagi.Hvað er maður að hugsa um jólin núna í ágúst? Koma tímar og koma ráð.

Litlu pjakkarnir eru komnir heim eftir að hafa verið hjá pabba sínum í tæpar tvær vikur. Það var nú ósköp tómlegt að hafa þá ekki heima.

Jæja 13 dagar í SpánarferðinaSmile


Brennt barn forðast eldinn

Brennt barn forðast eldinn og sem betur fer gerist það oftast að barnið lærir. Það er annað með sjálfstæðisflokkinn það er ekki liðið ár frá því að framsóknarmenn brenndu þá. En sárin gróa víst hratt í pólitíkinni.

Er ekki viturlegast að fá borgarbúa til að segja hug sinn og kjósa að nýju ?

Hvað verður langt í að næsta borgarstjórn tekur við? þ.s. á eftir þessari sem nú er að myndast.

Þessi staða í borginni hvað eftir annað er óviðunandi.


mbl.is Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestfirðir

Þá er búið að strauja vestfirðina. Aftur var valið að halda á vestfirðina í fríinu þetta er okkar þriðja ferð þangað á fimm árum.

Veðrið lék við okkur og fengum við bara rigningu dagspart og telst það nú nokkuð gott á viku ferðalagi um landið.

Fyrsti áningastaður var Hólmavík og gist þar í tvær nætur. Fórum við dagsferð á strandirnar. Alltaf gaman að koma í Djúpuvík og Ingólfsfjörð í þessari ferð fórum við líka í Ófeigsfjörð þar vorum við tveimur dögum of snemma og misstum af því að sjá rostunginn.

Eftir tvær nætur á Hólmavík var lagt af stað í djúpið og farið inn í Kaldalón, þangað ættu allir að leggja leið sína sem fara um djúpið einstakur staður.

Verslunarmannahelgina vorum við svo á Ísafirði í mýrarboltastuði. Ja ekki hefði ég viljað vera í drullusvaðinu, öll vit full af drullu,jak. En það var gaman að vera áhorfandi og horfa á liðin veltast um í drullunni.

Bolungarvík var heimsótt og farið upp á Bolafjall, 5 stiga hiti og þoka ekki skemmtilegt eins og það er nú gaman að koma upp á Bola í góðu veðri.

Á mánudeginum var lagt snemma af stað og farið á Flateyri,Ingjaldssand,Þingeyri og endað á tjaldstæðinu á Tálknafirði. Vagninum tjaldað grillað og farið í sund fyrir háttinn. Þriðjudagurinn tekin snemma og farið á Bíldudal og út í Selárdal. Við safnið hans Samúels er komin þessi líka fína salernisaðstaða. Útlendingarnir voru á fullu að vinna við viðgerðir og með tímanum verður þetta nú aldeilis flott hjá þeim. Eins og áður hefur komið fram hjá mér þá er aðdáun mín á þessum stað ólýsanleg. Ekki mátti sleppa að kíkja aðeins á Uppsali en þar er verið að gera lagfæringar líka.

Patreksfjörður var líka heimsóttur og farið í bakaríið ja og auðvita litið inn í ÁTVR. bara til að skoða úrvalið.

Þjónustulund Tálknfirðinga er með eindæmum. Ekki var hægt að fara heim öðruvísi en að ná sér í slatta af harðfisk. Fórum við Unnur á stúfana og hittum fyrir skemmtilegan harðfisksala. Ekki vorum við tilbúnar að kaupa harðfisk í smápakkningum heldur vildum við hafa þetta almennilegt, það var nú ekki málið hjá honum allt gert til að hafa kerlurnar ánægðar. Áttum við að koma daginn eftir og sækja fiskinn sem var bara allt í lagi okkar vegna. Tveim tímum síðar mætir hann á tjaldstæðið með fiskinn í pakkningum sem okkur líkaði. Þetta kallar maður nú almennilega þjónustu. Sundlaugin og öll aðstaða á Tálknafirði er til fyrirmyndar.

Ekki fer maður á sunnanverða vestfirði án þess að fara út á Látrabjarg. Á leiðinni út á bjarg eru tveir þeir staðir sem mér finnst nauðsynlegt að stoppa á það er á Látrum og í Breiðuvík. Tjaldstæðið í Breiðuvík er alveg frábært og aðstaðan góð ég tala nú ekki um sólarlagið. En í þessari ferð gistum við ekki í Breiðuvík því miður.

En allt tekur enda og heim komum við á miðvikudagskvöldið sæl og ánægð með ferðina. 

Íbúi á bjarginu

Safn Samúels Jónssonar Selárdal

Fyrir viðgerðir


Þú veist að það er 2008 ef......

Þú veist að það er 2008 ef...

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Hún átti afmæli

Elsku litla stelpan mín hún Karen Dögg átti afmæli 4 ágúst og er hún orðin 3ja ára. Dugnaðar forkur og sjálfstæð með eindæmum.Sæt og fín prinsessa

Það er nú ekkert skemmtilegt að eiga afmæli um verslunarmannahelgi allir í burtu en þá er annað hvort að flýta afmælinu eða seinka því og var því seinkað þetta árið fram á laugardag.

Til hamingju Karen mín


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband