Hvað á ég að kjósa ?

Alveg er ég í vandræðum hvernig ég eigi að nota atkvæðið mitt í komandi kosningum.   Einhverjar hugmyndir lesandi góður.

En ég ætla allavega að mæta á kjörstað hvort sem ég kýs auði einhvern flokkinn eða hreinlega geri ógilt.Woundering

 


Afmælisbarn apríl mánaðar

Rúsínubollan mín hún María Björk á afmæli í dag og er 22 ára

p1010525.jpg

Til hamingju með afmælið María mín og eigðu góðan dag


Hún á afmæli í dag

Það verður nú að segjast eins og er að ekki er ég nú mesti bloggari landsins.Whistling

Mikið annríki er hjá kerlingunni, í allsherjar klössun á Reykjalundi Joyful

Afmælisbarn dagsins er hún Elín mín og er hún 25 ára í dag 

p1010532.jpg

Til hamingju stóra stelpan mín


Ég þekki engan í Nígeríu

Samt fæ ég símhringingar í gemsan minn oft á dag úr mismunandi símanúmerum. Það mætti halda að ég hafi verið í skreiðarútflutningi en það er nú ekki svo.

Ég er búin að tala við þá hjá símanum og athuga hvort ekki sé hægt að láta loka fyrir þetta landsnúmer en það er ekki hægt. þannig að ég verð víst bara að hlusta á síman hringja. Vona að Nígeríubúarnir gefist upp á að hringja í mig


Hundaheimsóknir

Það held ég að margir muni gleðjastSmile
mbl.is Hundar fá að koma á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er hann farin

Jæja þá er hann farin þessi 49 ára úr skúrnum hjá mér. Smile Loksins vildi einhver eiga hann og hlúa að honum. Þannig að ég verð að finna mér eitthvað annað að gera en að tala við hann. Ég er náttúrulega að tala um Bensann en ekki húsbóndann. Nú er orðið svo mikið pláss í skúrnum að ég get t.d. verið með dansæfingar þar. Grin

Hlutabréf seljast sem aldrei fyrr

Já hlutabréfamarkaðurinn tók heldur betur við sér þegar stjórnarslit urðu í dag.

Þá er ég að tala um hlutabréf í SKOT OG SKÆTING.

Ekki veit ég hvernig hlutföllin skiptast hjá nýjum eigendum, mín tilfinning er samt sú að hún skiptist í 50/50.

Hlutabréfin eru alveg að verða uppseld þannig að lítið er orðið eftir handa öðrum.


Það var ekki hvort heldur hvenær

Það var ekki hvort heldur hvenær Birkir Jón léti til sín taka í Framsóknarflokknum. Til hamingju Birkir gott að sjá unga menn tilbúna í slaginn á þessum tímum.
mbl.is Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki að tapa mér

Kæru vinir nú haldið þið að ég sé endanlega að klikka farin að tala við gamlan Bens í skúrnum hjá mér.LoL

Ég hef nú líka verið að ræða við Camaróinn sem er þarna og lætur hann nú bar vel af dvöl sinni í skúrnum og er bara ánægður með að fá að vera í friði enda búið að sprauta hann. Og hann bíður spenntur eftir að losna við Bensann því þá fær hann meira pláss.Wink

Ekki vera að hafa áhyggjur mér líður bara vel Happy ( ég hef þá eitthvað að gera á daginn) ha ha ha

 


Bensinn í skúrnum

Ég átti leið í skúrinn hjá mér og þar fann ég 49 ára gamlan Bens, hann safnar reyndar ekki þjóðbúningadúkkum og á ekki íbúð. Ég ákvað að spjalla svolítið við hann og vita hvernig honum liði. Honum leiðist alveg hrikalega því enginn getur sinnt honum sem skyldi og óskaði hann eftir því að ég fyndi nýjan eiganda sem hefði áhuga á að laga hann til og dedúa við hann. Og hvað gerir maður ekki fyrir miðaldra bíl sem enginn nennir að sinna auðvita auglýsti ég og auglýsti eftir nýjum eiganda sem engu skilaði. Ég hef nú farið nokkrar ferðir í skúrinn og spjallað við hann og látið hann vita af gangi mála og er hann mjög sorgbitin að enginn vilji hann. Ég þori nú ekki að segja honum að nú bíði hans ekkert nema haugarnir. Hvernig á ég að fara að því? 

pb180406.jpg

Svona lítur hann nú út greyið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband