Gamli minn er löngu búin að eiga afmæli og óþarfi að hafa afmælisfréttina lengur sem nýjustu færslu.
Þar sem lítið er að gerast hjá mér þessa dagana annað en að tína jólaskrautið niður og baka pínulítið þá ætla ég að setja nokkrar myndir hér inn.
Hver er þetta?
Upprennandi bifvélavirki
Karen og Alexander Svavarsbörn
Hugaður með stjörnuljós
Vinir og fjölskylda | 9.1.2009 | 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmælisbarn dagsins er minn heitt elskaði eiginmaður. Bara eitt ár í fimmtugt.
Elsku karlinn minn til hamingju með afmælið.
Þar sem ég setti mynd inn í gær þá er ég ekkert að setja nýja í dag, fæturnir verða að duga.
Já eitt var eftir GLEÐILEGT ÁR lesendur góðir
Vinir og fjölskylda | 3.1.2009 | 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húsbóndinn fékk þessa í jólagjöf og hefur ekki gert neitt annað en að ganga um gólf, því líkur munur aldrei ló eða skítur á gólfinu. Því að vera að fjárfesta í róbóta ryksugu og skúringagræju.
Minn fór sko í fótsnyrtingu fyrir jólin.
Vinir og fjölskylda | 2.1.2009 | 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitthvað fannst mér ég vera að svíkjast um á Þorláksmessukvöld. Sitjandi í Háskólabíó á tónleikum hjá Bubba, ekki vön að sitja og slaka á þetta kvöld. Tónleikarnir voru bara góðir og alltaf kann ég betur við Bubba í gallabuxunum og með kassagítarinn.
Ég er alltaf að komast að því betur og betur að aldurinn er farinn að segja til sín. Farin að pirra mig á hinu og þessu sem hafði ekki áhrif á mig hér áður fyrr. Á sitjandi tónleikum finnst mér að fólk eigi að sitja og njóta en ekki vera á þessu ands...... rápi. Opin bar var í sælgætissölunni og var fólk á sífeldu rápi að ná sér í drykki og svo náttúrulega að losa sig við þá þess á milli.
Nú er ég farin að hljóma eins og kona í vesturbænum ! Hvað með það ég er nú orðin fimmföld amma og má líklega nöldra svolítið ha ha ha.
Vinir og fjölskylda | 30.12.2008 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er drengurinn búin að klára skólann og allt gekk vel. Hann er nú kannski ekki drengur lengur, alveg að skríða í þrítugt. En hann verður nú samt alltaf drengurinn hennar mömmu.
Nú eru jólin að skríða í garð og eru barnabörnin alveg að fara á límingunum af spenningi. Og amma líka því ekkert veit ég skemmtilegra en að fylgjast með börnum upp lifa jól.
Amma gamla stendur sig nú ekki almennilega því kúturinn minn hann Alexander Guðni átti afmæli í gær og er orðin tveggja ár. Þó seint sé þá elsku kútur TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ.
Skondið er það að Svavar minn og Ólafur hans Nonna bróðir eiga afmæli sama dag og voru nú ekki nema þrjár mínútur á milli fæðinga þeirra. Ólafur og Benna konan hans eignuðust dóttir í gær. Sem sagt 22 des .
Ég óska öllum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Góðar stundir.
Vinir og fjölskylda | 23.12.2008 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er ég búin að jafna mig eftir kökubaksturinn. Búin að baka nokkra daga í röð, það er verst hvað heilsan verður léleg eftir svona bakstur. Ég var farin að halda að ég væri bara komin með flensu,en þar sem ég hef nú smá kommonsens það vissi ég að það væri bara grandinu að kenna.
Nú er allt í fullum undirbúningi fyrir útskrift frumburðarins, loksins loksins komið að því.
Erum við hjónakornin því líkt stolt af honum. Þetta hafðist með þrjósku,svita og tárum og á hann heiður skilið fyrir að ljúka þessu. Bæði les og tölublindur. Þá er bara sveinsprófið eftir og verður það líklegast í febrúar þá verður hann bílasprautari.
Góðar stundir
Vinir og fjölskylda | 16.12.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Takk fyrir jólaglaðninginn kæra alþingi !
Jólaglaðningurinn í ár frá okkar háverðuga alþingi er aldeilis köld vatnsgusa framan í þegna landsins.
Ég óska þeim sem sitja á alþingi gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.
Stjórnmál og samfélag | 12.12.2008 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Geggjuð uppskrift að jóla ávaxtaköku
Lesið vel.
1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand
Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær fætur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu
ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með
rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst ykkur ávaxtakökur nokkuð góðar hvort sem er?).
Matur og drykkur | 28.11.2008 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fór á N1 áðan og var að kaupa bensín á fákinn minn sem er nú ekki frásögufærandi. Nú þegar að ég var búin að reyna að dæla á fákinn og ekkert gerðist þá kemur starfsmaður til mín og lætur mig vita að ég þurfi fyrst að borga og síðan að dæla.
Er fólk virkilega farið að dæla á bílana sína og aka í burtu án þess að borga í stórum stíl? Það hlýtur eiginlega að vera úr því að þessi breyting hefur orðið á viðskiptaháttum bensínstöðvana.
Það er ekki hægt annað en að vera sorgmæddur yfir því hvernig þjóðfélagið er að verða.
Næst verðum við kannski að borga áður en beljan er mjólkuð til að fá mjólk. Hvað er að fólki ? Ef ég á ekki pening fyrir bensíni þá nota ég bara ekki bílinn.
Ja island versnandi fer.
Bloggar | 27.11.2008 | 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 14.11.2008 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar