Lionsklúbburinn Fjörgyn var með styrktar tónleika í Grafarvogskirkju í gærkvöldi. Allur ágóði rennur til Bugl.
Fjölmargir listamenn gáfu vinnu sína og urðu þessir tónleikar að einni allsherjar tónlistarveislu.
Karlakór Reykjavíkur byrjuðu veisluna og eru þeir bara góðir.´
Páll Óskar og Monika svíkja engan, flott útsett hjá þeim harpan og röddin hans Palla. Páll Óskar á engan sinn líkan, mætti í silfur pallíettujakkanum sínum og var náttúrulega lang flottastur. Ég dáist að þeirri manneskju sem saumaði þennan jakka því það getur ekki verið auðvelt að sauma úr þessu efni.
Næstur kom svo K.K. látlaus að vanda með sitt rólega fas. Bara ljúfur eins og alltaf.
Egill Ólafsson svíkur engan, hefur skemmtilegan húmor og fékk fólk til að hlæja.
Diddú bara góð,brosið, söngurinn og öll hennar framkoma hlýjar manni.
Páll Rósinkranz var góður í gospellinu.
Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnars eru alltaf ljúf og hafa róandi áhrif á mann.
Hjörleifur Valsson og Vladim Fedorov snillingar.
Hörður Torfa alltaf gaman að hlusta á hann.
Lay Low róleg og yfirveguð að vanda.
Óskar Pétursson og Örn Árna létu gamminn geysa og tóku vel á móti Guðna Ágústssyni og svo sungu þeir líka, þeim er margt til lista lagt.
Stefán Hilmarsson góður.
Þá kom aðal trompið að mínu mati Gissur Páll Gissurarson. Frekar nettur maður með stóra og fallega rödd, Hamraborgin varð heldur betur fögur í flutningi hans. Því lík rödd .
Voces Masculorum karlakór söng Island er land þitt og var það alveg frábært.
Raggi Bjarna er stuðkarl af guðs náð og tjúttaði alla í salnum upp. Fékk hann alla til að syngja og taka smá dansspor með.
Ég er óskaplega glöð að eiginmaður vinkonu minnar skyldi ekki vilja fara á tónleikana þá hefði ég verið heima og misst af þeim. Hann á bestu þakkir fyrir.
Vinir og fjölskylda | 14.11.2008 | 10:48 (breytt kl. 10:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hann sonur minn á afmæli í dag.
28 ára er hann þessi elska. Þetta segir mér bara það að ég eldist hratt. Mér finnst svo stutt síðan að ég var með hann lítinn í vöggu.
Hann er ljúfur og góður og náttúrulega sá allra fallegasti drengur sem fæðst hefur. Hverjum finnst sinn fugl fagur
Feðgarnir
Til hamingju stráksi minn
Vinir og fjölskylda | 27.10.2008 | 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Bankastjóri Glitnis með 1750 þúsund í laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.10.2008 | 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Hér kemur uppskrift
SVEITAPILTSINS DRAUMUR
Kjötfars (magn fer eftir fjölskyldustærð)
1.Laukur
1/4-1/2 Hvítkál
Hvítkál og laukur skorið smátt og svissað á pönnu þar til það er orðið mjúkt 1 tsk sykur stráð yfir og hrært saman við.
Eldfast mót smurt með smjörlíki eða olíu helmingurinn af kjötfarsinu smurt í botninn þar næst fer hvítkálið og laukurinn ofan á og að endingu restin af kjötfarsinu smurt yfir kálblönduna. Eldað í ofninum þangað til farsið er búið að taka brúnan lit.
Borið fram með soðnum kartöflum og t.d. piparsósu.
Vinir og fjölskylda | 23.10.2008 | 23:14 (breytt 24.10.2008 kl. 13:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver hefði trúað því að húsmæðraskólamenntunin mín ætti eftir að koma að góðum notum aftur.
Ég sé að ég get bara verið stolt af þessari veru minni á húsó. Oft hefur nú verið gert grín af því að ég hafa farið á húsmæðraskóla. En hvað kemur á daginn nú verður maður bara að þurrka rykið af öllum trixunum sem við lærðum.
Nýtni og sparnaður var eitt af því sem við lærðum. Sem sagt sauma, prjóna, baka, sulta, niðursuða og margt fleira. Þannig að ég er í stakk búin að leiðbeina börnunum mínum.
Ég er sem sagt stolt húsmóðir í dag og þakka fyrir að ég er ekki fyrrum stjóri með samviskubit, því ef ég hefði verið stjóri þá væri ég örugglega með hauspoka núna og færi ekki út á meðal fólks.
Menntun og skóli | 23.10.2008 | 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef allavega þörf fyrir að brosa, mér fannst þetta bara broslegt og skemmtileg lesning. Og ákvað að setja þetta inn á bloggið og leyfa öðrum að lesa
Góðir stjórnarhættir.... SÓSÍALISMI Þú átt 2 kýr. Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra. KOMMÚNISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk. FASISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk. NASISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo. SKRIFRÆÐI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni. HEFÐBUNDINN KAPITALISMI Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein SÚRREALISMI Þú átt 2 gíraffa. Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám. BANDARÍSKA FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð. ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR - Íslendingar Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði. FRANSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr. JAPANSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, "Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim. ÞÝSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar. ÍTALSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða. RÚSSNESKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr. Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr. Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr. Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku. SVISSNESKT FYRIRTÆKI Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun. Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna. KÍNVERSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru. INDVERSKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Þú tilbiður þær. BRESKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Báðar eru með gin-og klaufaveiki ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Bissnessinn gengur vel. Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það. NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Sú til vinstri er asskoti löguleg. ÍRASKT FYRIRTÆKI Allir virðast eiga fjölda kúa. Þú segir öllum að þú eigir enga. Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið. Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
Bloggar | 22.10.2008 | 14:32 (breytt kl. 14:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar aldurinn færist yfir þá dofnar oft heyrnin, og oft verður erfitt að koma fólki í skilning um að það þurfi að fá sér heyrnartæki. Oft verður misskilningur því fólk heyrir ekki nema brot af því sem sagt er.
Hér kemur eitt gott dæmi um slíkt. Eins og fram kom í síðustu færslu hjá mér var barnabarnið borið til skírnar á laugardaginn. Falleg athöfn og allir biðu spenntir eftir að heyra nafnið. Langafi barnsins stóð frekar aftarlega og er heyrnin farin að dofna (svolítið mikið). Þegar búið var að skíra þá snýr hann sér að dóttir sinni og tengdasyni og spyr, af hverju var barnið látið heita Elvar Breti. Tengdasonurinn var mjög snöggur að svara , nú auðvita til að sættast við Bretana.
En þrátt fyrir þetta þá er hann ekki á leiðinni að fá sér heyrnatæki, og heldur semsagt áfram að misskilja um ókomna tíð.
Vinir og fjölskylda | 15.10.2008 | 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir fjölskyldu og vini sem slæðast hér inn og lesa. Litli prinsinn var skírður í gær 11 október og fékk líka þetta fallega nafn Elvar Breki.
Svona svaf hann vært eftir að hann var búin að fá nafn, þó svo að hann hafi orgað heil mikið á meðan skírnin fór fram.
Vinir og fjölskylda | 12.10.2008 | 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Væri ekki nær að hafa varðskipin bundin við bryggju á vestfjörðum og austurlandi heldur en í Reykjavík? Þaðan er jú styttra á miðin ef eitthvað gerist.
Að mínu áliti finnst mér ótækt að hafa varðskipin bundin við bryggju. Nú fer vetur í hönd með válindum veðrum. Hvert er öryggi sjómanna? Spyr sú sem aldrei hefur verið til sjós.
Ætlum við ekki að bjarga þjóðarskútunni með fisknum í sjónum? Þá er náttúrulega aðalatriðið að hafa öryggið í lagi fyrir sjómennina.
![]() |
Varðskip til aðstoðar færeyskum togara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.10.2008 | 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu
gjörsamlega á hvolfi í húsinu..
Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með
neastisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina
Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..
Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.
Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.
Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum
stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.
Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður
út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf .
brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .
Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit
að konu sinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt
hefði komið fyrir.
Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum
að lesa smásögu.
Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.
Hann leit á hana ringlaðurog spurði, Hvað skeði hér í dag?
Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:
Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi
eiginlega verið að gera í allan dag?
Já segir hann tortrygginn.
Hún svarar. Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!
Vinir og fjölskylda | 25.9.2008 | 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar