Væri ekki nær

Væri ekki nær að hafa varðskipin bundin við bryggju á vestfjörðum og austurlandi heldur en í Reykjavík? Þaðan er jú styttra á miðin ef eitthvað gerist.

Að mínu áliti finnst mér ótækt að hafa varðskipin bundin við bryggju. Nú fer vetur í hönd með válindum veðrum. Hvert er öryggi sjómanna? Spyr sú sem aldrei hefur verið til sjós.

Ætlum við ekki að bjarga þjóðarskútunni með fisknum í sjónum? Þá er náttúrulega aðalatriðið að hafa öryggið í lagi fyrir sjómennina.


mbl.is Varðskip til aðstoðar færeyskum togara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Höskuldsson

Alveg er ég sammála. Ér er nú talsvert tengdur inn í Gæsluna, vinn þar reyndar. Ástandið hjá okkur er alvarlegt, en ábyrg fjármálastjórn þýðir víst að við höfum skipin bundin í "heimahöfn".

Vonandi gengur félögum mínum vel í þessum langa og erfiða leiðangri, enda válynd veður sem þarna geysa. Hafís er ekki heldur besti vinur varðskipanna.

Haltu áfram að hafa skoðanir, það er gott.

Friðrik Höskuldsson, 7.10.2008 kl. 18:18

2 identicon

eitt samt segjum sem svo að annað skipið væri fyrir austan og hitt fyrir verstan ( þá má gera ráð fyrir að áhafnirnar væru heima hja sér) og segjum sem svo að það væri alveg ruglað veður fyrir austan og þar væri ekki lendandi sökum veðurs og lhg væri beðið um einhverskonnar aðstoð þar hvernig væri það?

hemma (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Sem betur fer eru þyrluflugmenn gæslunnar mjög færir, en ég skil alveg hvað þú átt við . Það er ekki alltaf hægt að fljúga sama hversu góðir flugmennirnir eru eða hvað þyrlurnar eru stórar og góðar. Ég lít svo á að það sé ábyrgðarleysi að hafa skipin bundin við bryggju, sama hvort það er í Reykjavík eða annarsstaðar á landinu. Ég tala nú ekki um að hafa þyrlurnar allar staðsettar í Reykjavík.

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband