Kæru blogglesarar
Mig langar til að vekja athygli ykkar á söfnun sem fram fer í Reykjanesbæ til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu.
Fimmtudaginn 14. apríl n.k. kl.20:00 til 23:00
styrktartónleikar í 88.húsinu Keflavík til fjáröflunar
á arfgengum heilablæðingum
á HipHop unglingatónleikum
fyrir 8.-10.bekk.
Kynnir kvöldsins er Ástþór Óðinn og fram koma:
Orri Err
Þriðja Hæðin
Bjartur Elí
Karen Páls
Mollý
Birgir Örn
Kristmundur Axel
Daniel Alvin
Júlí Heiðar
Óskar Axel
Húsið opnar kl 19:00, tónleikarnir byrja 20:00 og standa til 23:00 og á staðnum verða seldar Pizzur, gos, sælgæti og fleira. Einnig verður fatamarkaður, 5 flíkur á 1500 kr.
MIÐASALA byrjar í 88.húsinu fimmtudaginn 7.apríl og miðaverð 700kr (einnig verður selt við hurð)
Allur ágóði rennur beint til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu.
ÁFENGIS OG VÍMUEFNALAUS SKEMMTUN :)
Laugardaginn 16. apríl n.k. kl.13:30-17:00
barnaskemmtun í 88.húsinu Keflavík til fjáröflunar
á arfgengum heilablæðingum
Kynnir er Björgvin Franz og fram kemur:
Danssýning frá Brynballet
Barna tískusýning
Söngvaborg
Latibær kíkir í heimsókn
Skoppa og Skrítla
Leikhópurinn Lotta
Marína Ósk og Dìana Lind Monzon
Miðaverð er 500 kr og selt verður við hurð. Á staðnum verða seldar kökur, kleinur, sælgæti, svalar, kaffi, gos og fleira. Eygló Gísladóttir verður með myndlistarsýningu á staðnum. 5 flíkur í poka á 1500 kr.
Endilega gerið dag úr þessu og kíkið við á frábæra skemmtun fyrir börnin jafnt sem og fullorðna!
Allur ágóði rennur beint til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu.
Bloggar | 6.4.2011 | 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg að verða komið ár og ég ekki svo mikið sem leitt hugan að henni Gilitrutt. Reyni nú að bæta fyrir ósóman hjá mér.Gilitrutt er nefnilega vinkona mín frá því á unglingsárunum.Hugsar maður ekki alltaf til vina sina svona rétt fyrir jólin. Ég er líklega að detta í það farið því ver og miður.
Gleðileg Jól mín kæra vinkona Gilitrutt verð í sambandi við þig vonandi fljótt
Menning og listir | 3.12.2010 | 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt ár
Alveg gleymdi ég mér í allri gleðinni að láta vita af afmælisbarni mánaðarins sem er auðvita minn ekta maki og varð hann fimmtugur 3ja janúar. Hann eldist bara nokkuð vel þessi elska varla að það sjáist grátt hár á höfði hans, það er náttúrulega af því að ég hugsa svo vel um hann og er honum ekkert erfið. En hann hefur stækkað svolítið á þverveginn en það er nú bara af því að ég er svo góður kokkur. Svo er eitt sem kemur svolítið á óvart það er það að hann hefur aðeins verið að vaxa upp úr hárinu karl greyið en það hefur náttúrulega ekkert með mig að gera. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með hæðina á honum, því ef ég fer í hælaskó þá er ég aðeins stærri en hann, og mér leiðist það nú ekki. Allavega hann er bara flottur eins og hann er og ég bara nokkuð sátt.
Vinir og fjölskylda | 5.1.2010 | 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og fyrst við erum komin í jólafíling, þá vildi ég minna á finnska jólaglöggið,
svona ef þið viljið skapa smá jólastemmingu í aðventunni.
******************************************************************************
FINNSKT JÓLAGLÖGG
1 lítri vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni
oooha'held'é !
******************************************************************************
Og svo syngja allir með !
Skín í væna vínflösku
Og huggulega bjóra
jólaglögg og eplasnafs
allt það ætl'að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum ill'í desember
burt með sokk og skó
hér af vín'er nóg.
Ó hvað ég elska jólin
von'ég hitt'á stólinn.
Bloggar | 19.12.2009 | 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Niðurskurðarhnífnum beitt þar sem síst skyldi. Biðin eftir endurhæfingu hefur nú verið heldur löng hingað til. Hvað verður í nánustu framtíð? Það hljóta færri að komast að í einu þegar að hjúkrunarfólki fækkar. Húrra fyrir heilbrigðisráðherra.Vona að háttvirtur ráðherra þurfi ekki á endurhæfingu að halda því biðin gæti orðið löng.
14 sagt upp hjá Reykjalundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.10.2009 | 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann á afmæli í dag hann Elvar Breki prins hann er eins árs í dag
Og Karen Dögg prinsessan mín var fjögra ára 4 ágúst
Bloggar | 1.9.2009 | 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki meira en 45% skattar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.6.2009 | 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 7.6.2009 | 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 22.5.2009 | 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 22.5.2009 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar