Allt og ekkert

Ekki ætla ég að blogga meira um stjórnmál í bili. Fékk ansi gott viðbragð hjá minni kæru sjálfstæðis vinkonu. Vona að hún fyrirgefi mér.

En annars er allt gott að frétta héðan. Litla snúllan mín fékk inni í háskólanum í kaupmannahöfn og er nú ekki neitt smá gleði hér á bæ. Hún fer 25 ágúst. Hún er nú svo vön að skreppa til köben annað slagið.  Ég held að ég geri mér bara ekki grein fyrir því að hún komi ekki heim eftir nokkra daga úti veru. Aðal áhyggjuefni foreldranna er hvar hún verði um jólin.Woundering

En að öllum líkindum verður hún úti því það eru próf í janúar. Hún á nú fjölskyldu úti bæði í köben og Óðinsvé þannig að það verður allt í lagi.Hvað er maður að hugsa um jólin núna í ágúst? Koma tímar og koma ráð.

Litlu pjakkarnir eru komnir heim eftir að hafa verið hjá pabba sínum í tæpar tvær vikur. Það var nú ósköp tómlegt að hafa þá ekki heima.

Jæja 13 dagar í SpánarferðinaSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband