Færsluflokkur: Bloggar

Hann á afmæli á morgun

Mikael Máni á afmæli á morgun. Hann verður þriggja ára þessi elska. Alltaf ljúfur og góður ömmu strákur. Þar sem amman verður ekki í tölvufæri á morgun þá færi ég þetta inn í dag.

P6022629

Hér kemur svo mynd af afmælis stráknum mínum Mikael Mána

Eigið öll góðan hamingju dag í dag og um ókomna tíð


Um hamingjuna

Í morgun barst mér blað um hamingjuna og langar mig að deila því með fleirum. Höfundur er ókunnur.

Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við göngum í hjónaband,eignumst barn og síðan eignumst við annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á unglingunum okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði. Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingjusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn:,,Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina sanna, en það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir og síðan mundi lífið byrja. Dag einn rann upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft".

Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst 5 kíló eða bætt á þig 5 kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til að þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein,þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun þar til þú færð þér nýjan bíl, þar til þú hefur borgað upp bílinn, þar til í sumar, þar til í haust eða þar til í vetur.

Það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður


Eru vörubílstjórar að mótmæla einu sinni enn

Svona er maður nú með hugan við eitthvað annað en að það geti verið jarðskjálfti.

Ég hélt að Stór trukkur með tengivagni hefði verið á leið niður brekkuna á milli húsanna hjá mér. Því jú þeir eru alltaf með einhver mótmæli. Hávaðin var slíkur að ekki kom mér til hugar að þessi ósköp væri jarðskjálfti. Tók ég þá eftir að ljósakrónan sveiflaðist og myndirnar næstum því skiptust á nöglum á veggnum. Kveikti á útvarpinu og fékk náttúrulega sjokk þegar að ég heyrði að skjálftinn ætti upptökin við Ingólfsfjall. Stór hluti af fjölskyldunni býr einmitt á Selfossi. Ímyndunin tók völdin og sá ég fyrir mér að fjölskyldumeðlimirnir  væru stór slasaðir og húsin þeirra í rúst eða allavega innbúið ónýtt. Hringdi í bróðir (slökkt á farsímanum) ath. náttúrulega ekki að hringja í heimasímann hjá honum. Hringdi í systir sem býr á vesturlandi til að vita hvort hún væri búin að heyra í brósa, nei ekki var hún búin að því. Lofaði hún mér að hún myndi láta mig vita þegar að hún væri búin að heyra í honum. Loksins Loksins um sjöleitið hringdi hún. Allt í góðu með brósa og fjölskyldu hann og frúin sátu inn í stofu heima hjá sér og horfðu á fréttir. Því líkur léttir. Enginn slasaður jú eitthvað hafði brotnað en annars allt í góðu. Verst með rauðvínsflöskuna sem brotnaði skítt með kristalinn.


Flott á sviðinu

Ekki er ég nú mikill aðdáandi eurovision en mikið voru þau Regína og Friðrik flott á sviðinu í kvöld. Þó svo að þau komist ekki áfram þá megum við vera stolt af þeim. Fatnaðurinn var til sóma sem betur fer var Regína ekki í silfurlituðum pjötlum eins og þær sem á eftir komu.

Vona ég að þau komist áfram. Áfram Regína og FriðrikInLove


Þið getið hætt

Þið getið hætt að vorkenna litla pjakknum mínum. Hann á ekki svona gamla mömmu eldur er ég amma hans. Þegar að ég las yfir síðustu færslu þá kom það út eins og ég væri mamman þannig að ég ákvað að leiðrétta það.

Hann á afmæli í dag

Elsku litli pjakkurinn minn hann Kristian Helgi á afmæli í dag og er tveggja ára. Mikið líður tíminn hratt mér finnst eins og það hafi verið í gær sem hann fæddist. Maður sér það á börnunum og barnabörnunum hvað maður eldist. Það er nú bara gaman að því að eldast!

Kristian

Hérna er hann svo þessi elska. AFMÆLISBARN DAGSINS 

 


Litlu lömbin skoðuð

Nú eru amman og afinn búin að fara með litlu krílin í sveitina.

Fyrst var farið með Karen Dögg um hvítasunnuna til að skoða litlu lömbin og kálfana. Fór afi með hana í fjárhúsið að skoða litlu lömbin og leist henni bara vel á þau síðan fóru þau í fjósið og sáu kálfana og var hún ekki eins hrifin. Kálfarnir baula svo hátt. Og dugleg er hún stelpuskottið hún fór út að leika í sveitinni með krökkunum sem voru í heimsókn.

Jæja síðan var farið með Mikael og Kristian í gær ekki leist þeim alveg eins vel á lömbin og afi tók engan séns að fara með þá í fjósið. Mikael er svo hrikalega hræddur við flugur að það er engin hemja en Kristian fílaði sig vel og keyrði leikfangatraktorinn eins og honum væri borgað fyrir það. Eitthvað verður nú að gera til að herða drenginn og fá hann til að sættast við flugurnar.

 


Afmæli í köben

Jæja ætli sé ekki best að skrifa eitthvað smá. Ekki eru nú margir sem fara inn á bloggið mitt en þeir fáu hafa nú lagt fram kvörtun.

Nýjasta nýtt hjá mér er nú heldur betur skemmtileg ferð til Kaupmannahafnar 24-28 apríl. Mikill undirbúningur var að þessari ferð, byrjað að plana í byrjun febrúar.Tilefnið var að koma litlu(stóru) systir á óvart en hún átti afmæli 25 apríl og varð 60 ára.

24 apríl var lagt af stað með flugi til köben mikil tilhlökkun í hópnum. Komum okkur fyrir í þessari líka fínu íbúð stutt frá Nýhöfn.

25 apríl kl. 10 var lagt af stað ákveðið hafði verið að ganga upp Strikið í rólegheitum og fara með lestinni út á Kastrup til að taka á móti afmælisbarninu. Heldur gekk nú seint að ganga vegna fótafúa í Óla bróðir og þurftu hinir karlmennirnir að bera hann síðasta spölinn. Jæja en í lestina komumst við og var nú komið smá stress í liðið hvort við værum ekki orðin of sein. Vélin var að lenda við alveg í stresskasti, verður hún komin út áður en við komum. En við áttum nú að vita að systir er nú frekar róleg í tíðinni og kæmi örugglega út með þeim síðustu. Önnur dóttir hennar var mætt og hin kom svo á harðaspretti og hélt að hún væri búin að missa af öllu fjörinu. Jæja þá var rifið upp úr bakpokanum íslensku fánarnir það dugði nú ekki bara einn heldur voru þeir tveir, á milli fánana var borði TIL HAMINGJU MEÐ 60 ÁRIN og stilltum við okkur upp með þetta á milli okkar við Guðni. Þóranna stóð með spjald sem á stóð FÉLAG ELDRIBORGARA KAUPMANNAHÖFN BJÓÐA HELGU OG PÉTRI VELKOMIN TIL KAUPMANNAHAFNAR. svo tók biðin við, út komu farþegarnir hver á fætur öðrum en ekki bólaði á systir og hennar húsbandi. Við eins og fífl og biðum og biðum en loksins loksins komu þau. Svipurinn sem kom á hana var alveg stórkostlegur. Eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að hafa með okkur stuðtæki því svei mér þá ef hjartað hafi bara ekki stoppað hjá henni í nokkrar sekúndur. Það hefði nú verið heldur slæm upp á koma ef hjartað hefði ekki hrokkið í gang aftur og við haft það á samviskunni að fríi þeirra hefði endað áður en það byrjaði.

26 apríl Bara gaman sól of flott veður

27 apríl Fermingarveisla í Óðinsvé

Ekta dönsk íslensk veisla. Flottar veitinga og það sem kom nú mest á óvart allt vínið og bjórinn sem boðið var uppá. En allir höguðu sé nema Danirnir voru duglegir að skála.Skrítið!

Heim komum við svo 28 apríl eftir vel heppnaða ferð.


Fríblöðin

Ég hef verið að velta því fyrir mér í sambandi við fríblöðin þ.s. Fréttablaðið og 24 stundir, sem eiga að berast í öll hús hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú allur gangur á því að þau berist daglega ekki það að ég sé eitthvað fúl yfir því að ég fái ekki frítt blað heim til mín. Heldur finnst mér auglýsendur vera sviknir. Þeir kaupa rándýrar auglýsingar í þessum blöðum í þeirri trú að hún sé lesin af sem flestum. Ég er sjálf áskrifandi af morgunblaðinu og fæ ég það alla morgna en 24 stundir skila sér svona að meðaltali 3-4 sinnum í viku. Er ekki sami blaðberinn sem ber út þessi blöð?

Fréttablaðið hefur skilað sér ágætlega hérna hjá mér en í næstu götu kemur það ekki svo dögum skiptir.

Það er gott að þiggja laun fyrir enga vinnu, auglýsendur borga brúsann.


Heilsugæslan

Gleðilegt ár

Hvenær verða heilsugæslumál okkar reykvíkinga tekin og endurskoðuð?  Ekki er hægt að komast að því allt er fullt. Ég hringdi í heilsugæslustöðina í mínu hverfi, allt fullt svo að ég ákvað að hringja í annað hverfi og ath. hvort ég og fjölskylda mín gætum skráð okkur þar. Nei stöðvarnar eru bundnar við hverfin. Hvers vegna getur þá fólk flutt úr hverfinu en samt haldið plássinu sínu ?  Hér er einhver brotalöm í kerfinu.  Af hverju er alltaf þagað um þessi mál ? Er öllum sama ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband