Færsluflokkur: Bloggar

Fáfróð er ég

Vegna færslu minnar hér áðan. Hlýt ég að vera alltof fljótfær að álikta en ég viðurkenni fáfræði mína. Ég taldi án þess að leita mér upplýsinga að Íslandspóstur væri rekin af einkaaðila. Því póstþjónustunni hefur hrakað allverulega frá því að síminn var seldur. Svona er minnið mitt gloppótt, taldi að pósturinn hefði verið seldur líka.

Vona að mér verði fyrirgefið, ég er nú bara fædd ljóshærðHalo

En þrátt fyrir það þá þarf að taka til hjá póstinum hvort sem hann er einkarekinn eða ríkisrekinn.


Svei þeirri ríkisstjórn sem...........

Já svei þeirri ríkisstjórn sem tók þá ákvörðun að selja póstinn á sínum tíma. Með sölu póstsins til einkaaðila hefur póstþjónustu  hrakað allverulega.

Í hverfinu sem ég bý er daglegur viðburður að íbúarnir þurfi sjálfir að ganga í húsin í kring og bera út póst sem borist hefur inn um bréfalúguna hjá því.  Vegna þess að bréfberinn er af erlendubergi brotin og kann ekki að lesa íslensku, og ekki bara það heldur virðast þeir ekki skilja tölur heldur. Það væri nú kannski sök sér ef þeir gætu nú borið bréfin í rétt hús þannig að nágrannar gætu nú skipst á pósti og spjallað í leiðinni.

 Nágranni minn hefur ekki fengið póst til sín í rúmar tvær vikur þ.s. reikninga og launaseðla sem hann er vanur að fá mánaðarlega. Svörin sem hann fékk hjá póstinum voru að hann mætti nú líklega búast við því að hann fengi ekki þennan póst því hann væri að öllum líkindum tíndur. Er þetta í lagi? Hvernig geta þeir hjá póstinum haldið starfsemi sinni áfram á þessum grundvelli ? Ekki okkar skaði bara þinn kæri póstviðtakandi.

Þetta er ekki eina dæmið sem ég þekki til. Stúlka austur á fjörðum sendi LÍN bréf sem þurfti að berast fyrir vissan tíma og var hún tímanlega að því þannig að hún taldi sig ekki þurfa að senda það í hraðpósti. En hvað kemur á daginn ekkert bréf barst LÍN . þá er ég að tala um að það barst alls ekki, ekki að það kom of seint. Tekið skal fram að þessi stúlka bjó á tímabili í Ástralíu og er því vön að þurfa að senda bréf með góðum fyrirvara upp á að það berist í tæka tíð.

Ég vona að þeir háu herrar og dömur sem voru fremstir í einkavæðingunni sjái hvaða regin skissa var gerð að þessu leiti.

Hver kærir sig um að pósturinn berist inn á önnur heimili , allavega kæri ég mig ekki um að minn póstur sé á flakki og berist mér svo ekki.

Kannski lesandi góður finnst þér ég vera með fordóma gegn útlendingum það verður þá bara að hafa það. En það er full ástæða til að benda póstinum á að þjálfa útlendingana betur og að þeir kunni að lesa.

 


Lestrarpróf

Lestrarpróf
Endilega takið þetta lestrarpróf :-)

Þetta er svona panda.
Þetta er fær panda.
Þetta er maður lifandi panda.
Þetta er bjána panda.
Þetta er til panda.
Þetta er að panda.
Þetta er gleyma panda.
Þetta er sér panda.
Þetta er í panda.
Þetta er hálfa panda.
Þetta er mínútu panda.

Farðu núna til baka og lestu þriðja orðið í hverri línu.

Sjáðu hvað þú stóðst þig vel!!!







Maraþonganga

Hér kemur smá saga af Óla bróðir.

Hann er nú alveg ágætis karl hann bróðir minn og hefur ýmsar sérþarfir sem er nú ekki svo slæmt. Þráhyggja er eitt af því sem hrjáir hann það væri svo sem allt í lagi ef það kostaði ekki bara allt of mikið.

Nýjasta nýtt er að eignast gönguskó þá er ég að tala um fjallgönguskó! Þar sem hann er fatlaður og getur ekki gengið á fjöll eða grófa göngustíga skiljum við ekki þessa áráttu. Mjög líklega hefur einhver verið að fá sér svona skó og þá vill hann líka.

Mágkona okkar er einstök manneskja og getur aldrei sagt nei við hann.

Um síðustu helgi var hann í bústaðnum hjá þeim þ.s. mágkonu minni og stóra bróðir og og nöldraði og nöldraði um skóna. Var hann búin að vera í nokkra daga og ekki hreyft sig af ráði nema milli stóla.

Nú til að sanna að hann þyrfti nauðsynlega þessa skó fór hann út að hreyfa sig á laugardeginum gekk hann þrjá hringi í kringum bústaðinn og var stoltur af því. En ekki dugði það til að sannfæra fjölskylduna um þessa miklu þörf fyrir skóna. Nú á sunnudag fór hann aftur út og byrjaði að ganga aftur í kringum bústaðinn og ekki vorum við tilbúin að samþykkja kaupin. Það skal tekið fram að það er pallur allan hringinn.

Þá rauk hann út af pallinum og arkaði af stað áleiðis niður að hliði sem er smá spotti en ekki fór hann nú alla leið.

Til baka kom hann eins og hann hefði verið að hlaupa maraþon þá er ég að tala um heilt maraþon ánægjan og gleðin var þvílík. Nú væri hann búin að sanna fyrir okkur að hann hefði not fyrir skóna. Og auðvita samþykkti Þóranna það.

Óli á göngu

Komin í mark

Fæ ég núna gönguskóna

Búin að fá samþykki.

Gott verður þegar að hann verður búin að fá skóna. þá hættir hann að suða um þá en þá er það bara eitthvað annað sem kemur í staðinn. Hvað skyldi það verða?

En hann er nú samt algjör perla.


Sól sól

Maður verður nú að taka sér smá frí frá sólinni og hvað er þá best að gera ? Jú setjast smá stund við tölvuna og bulla svolítið á blogginu.

Frúin orðin vel brún þ.s. að framan því vegna erfiðleika við að liggja á maganum þá er brúnkan minni  á bakhlutanum. Ég er sem sagt orðin eins og homblest, en það er jafn gott báðu meginLoLþannig að það hlýtur að eiga við um mig líkaWhistling

Frænka eiginmannsins er í heimsókn hér á landi núna og skilur hún ekkert í þessum íslendingum að geta legið út í sólbaði í 10-12 stiga hita, hún hristir nú bara hausinn yfir þessu og dúðar sig vel. Ætli henni finnist ekki vera vetrar veður hér miðað við heima hjá henni.

Jæja hætt að bulla í bili


Grillpartý á pallinum

Góður þjóhátíðardagur

Þegar litla fólkið var búið í bænum í gær þá komu þau til ömmu og afa að borða. Pylsur og hamborgar á grillinu og allir tóku hraustlega til matar síns. Auðvita var borðað úti í þessu líka góða veðri.

Langafi var sóttur til að hann myndi nú nærast eitthvað. Ekki hægt að láta gamlan vera matarlausan í marga daga yfir fótboltanum.

Við höfum nú reyndar verið að spá í að athuga hvort ekki væri bara hægt að fá næringu í æð handa honum. Svo hann geti bara setið við imban án þess að þurfa að standa upp til að ná sér í eitthvað að borða, auðvita þyrftum við þá líka að fá fyrir hann þvaglegg. Það eru sjálfsagt margir sem hafa leitt hugan að þessu úrræði.

Jæja nóg af vitlausum hugleiðingum í bili.

Farin út í sólina að tana mig   


Gleðilegan þjóðhátíðardag

Það er kominn 17 júní

Já eina ferðina enn er komin 17 júní. Maður er bara hissa á veðrinu oftast er nú bara rigning og rok á þessum degi. Það ætti að kæta ungviðið að geta spókað sig í bænum.Ég tala nú ekki um foreldrana, gleði þeirra hlýtur að vera mikil að þurfa ekki að vera með vælandi börn í kulda og trekki.

Börnunum mínum þótti nú ekki skemmtilegt að fara í bæinn á 17 júní þegar þau voru lítil. Þau voru svo heppin að amma þeirra átti afmæli þennan dag og fannst miklu skemmtilegra að fara í boð til hennar.

Ég tala nú ekki um þegar farið var á Valhöll í kaffi á stærri afmælum.

Jæja nú er ég orðin eins og gömul kona farin að rifja upp gamla tíð. Hvernig verð ég þegar ég er orðin gömul ?  Það verður eitthvað!

Vona ég að allir njóti dagsins .


Gott að koma heim

Mikið var nú samt gott að koma heim eftir skemmtilega helgi. Allir svo glaðir að frúin hefði skilað sér heim í heilu lagi.

Eiginmaðurinn mættur út á plan að bera farangurinn inn fyrir migSmile og litlu kútarnir mínir Mikael og Kristian hrópandi af gleði amma amma og fékk ég stórt knús frá þeim báðum.InLove

Ef ég hef verið eitthvað efins um það að mín væri ekki saknað þá fuku þær efasemdir út í loftið við þessar móttökur.

En það var nú gott að ég kom heim því þvottavélin var biluð og allir bjarglausir hvað ætti að gera. En ofurmamman var mætt til að bjarga eins og svo oft áður. Svo nú er vélin komin í lag og þvær og þvær. Hún hefur kannski bara saknað mín líka og ekki viljað vinna fyrir hinaWink

Já það er gott að vera ómissandi (ég er það náttúrulega)


Húsóhittingur

Mér finnst ekki vera nema nokkur ár síðan að ég var á húsmæðraskólanum á Varmalandi en það eru nú komin þrjátíu ár síðanGasp getur það verið?

Jæja hvað um það  við skólasysturnar hittumst um helgina. Við vorum yfir þrjátíu í skólanum en ekki mættu fleiri en ellefu. Góður hópur sem small saman á fyrsta korteri. Inga var ein í skemmtinefnd og tókst þetta alveg frábærlega hjá henni.

Ytri-Vík í Eyjafirði var staðurinn sem við hittumst á fín aðstaða og stór og góður pottur sem var óspart notaður þegar að ekki var prógramm í gangi.

'Ovissuferð sem stóð sko alveg undir því nafni. Klukkan ellefu á laugardagsmorgun vorum við sóttar og farið með okkur á Hjalteyri og skoðað lúðueldi mjög fróðlegt því ekki vissi ég að lúða væri alin í kvíum.Gasp Þar á staðnum er flott kaffihús sem gaman var að heimsækja.

Haldið aftur af stað og nú var farið til baka að Ytri-Vík . Kokkar mættir á staðinn og búnir að grilla skötusel og þorsk handa okkur, því lík þjónusta! Og maturinn var alveg frábær.

Skipt í tvö lið og farið í leiki bara skemmtilegt.

Sem tapaði í fyrstu keppni

Vað er í gangi

Aftur var haldið af stað með einkabílstjóranum okkar og nú haldið á Hauganes, þrifalegur og fallegur staður. Nú fóru að renna tvær grímur á dömurnar,niður á bryggju var haldið og hana nú allar um borð í bát því nú átti að fara í sjóstangveiði. Ja hérna hér og kellan alltaf sjóveik um leið og hún fer um borð í skip. Ekki gat ég skorast undan. Sjóveik yrði ég þá bara að vera.En eitthvað stórmerkilegt gerðist fann ekki fyrir neinu.

Hæ og ég var líka með

Hana nú hérna er sönnun fyrir því. Enda eins og sést á myndinni þá er alveg sléttur sjór.

Ekki var nú allt búið. Bjórverksmiðjan á Árskógsströnd var heimsótt og fengum við nú heldur betur að smakka á framleiðslunni sem er bara nokkuð góð.Nú eftir alla drykkjuna í verksmiðjunni þá var farið með okkur í kvöldmat.

Kokkarnir voru ekki búnir að vera aðgerðarlausir á meðan við teyguðum ölið.  Góðan mat báru þeir á borð fyrir okkur við undirleik og söng Hríseyjarbúans.

Þetta endaði síðan með góðu eftirpartýi í gistihúsinu.

Allar vorum við orðlausar yfir öllu sem fyrir okkur var gert og verðum við nú ekki oft orðlausar!

Frábær Skemmtinefnd með alla fjölskylduna í vinnu.

Já það er nú ekki slæmt að eiga þrjátíuára afmæli þegar dekrað er svona við mann.

 


Búið að halda upp á afmæli

Mynd úr afmæli bræðranna Mikaels og Kristians

Mikael og Kristian að halda upp á 2ja og 3ja ára afmælin

Blásið á kertin 2+3=5


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband