Færsluflokkur: Bloggar
Já ég er nú heldur betur lélegur bloggari. Annars er nóg að gera að vera amma þessa dagana. Karen lasin þannig að amma hefur verið hjá henni meðan mamma og pabbi eru að vinna og svo þarf að passa Mikael og Kristian á kvöldin svo mamman geti unnið.
Ég óska öllum þeim sem lesa gleðilegra jóla.
Bloggar | 18.12.2007 | 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blaðið vín og matur / matur og vín barst inn um bréfalúguna hjá mér í gær með fréttablaðinu. Það vakti mig til umhugsunar um allar þær fjölskyldur sem hafa einn eða fleiri alkahólista í sinni fjölskyldu. Núna er tíminn sem kvíðinn heltekur fólk um það hvort einstaklingurinn verði edrú um jól og áramót. Mér finnst þetta blað alveg eiga rétt á sér en ég er ekki sátt við það að það sé borið í öll hús. Fólk verður að geta valið og hafnað svona riti. Vínhluti blaðsins er að mínu mati dulin áfengisauglýsing. Er ekki bannað samkv. lögum að auglýsa áfengi? Ég er kannski bara að mála skrattann á vegginn. En maður er viðkvæmur á þessum tíma árs og hugsar til þeirra sem eiga alkahólisma að óvin.
Bloggar | 27.11.2007 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinkona mín til margra ára sem er mjög hreinskilin fór að tala um útlit mitt þ.s. húðina á mér. Vegna reykinga væri húðin á mér orðin hrukkótt og ljót. Ég viðurkenni að myndast hafa hrukkur í andlitinu og smá baugar, ja kannski aðeins meira en smá baugar. Ég var nú alveg viss um að það væri aldurinn að merkja sig, maður er nú ekki tvítugur lengur. Jú ég var líka farin að taka eftir að augnlokin voru farin að stækka þannig að ég get flett þeim alveg niður á baugana s.s. tvisvar sinnum. Á ég að fara í lýtaaðgerð? Eða á ég kannski bara að hætta að reykja og sjá hvort þetta lagist ekki. Eða að vera bara ánægð með mig eins og er.
Framundan var árshátíð hjá mér. Nú eitthvað varð ég að gera svo eiginmaðurinn færi ekki með svona óglæsilegri konu á árshátíð fyrirtækisins. Pantaði mín sér förðun til að hylja alla bauga og hrukkur, svakalega ánægð með mig að geta nú reddað þessu. Ég var svo heppin að förðunarfræðingurinn kom heim til mín.
Jæja hún var komin til að sparsla og hylja bauga. Fór hún mjúkum höndum um andlitið til að kanna hvað best væri að nota á miðaldra húð mína. Dettur þá út úr henni, mikið ertu með góða húð. Það var næstum því liðið yfir mig. Hvorri á ég að trúa vinkonu minni eða förðunarfræðingnum. Ég er en að spyrja mig að því og verð það líklega í langan tíma.
Bloggar | 15.11.2007 | 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varmalandsmeyjar! Ef einhverjar ykkar lesa þetta þá endilega hafið þið samband. Við eigum 30 ára afmæli í vor og er hugmyndin að hittast þá og halda upp á afmælið. Ef einhver man eftir að Sigga frænka eða einhver önnur frænka hafi verið á Varmalandi 1977-78 endilega láttu hana vita.
Á húsmæðraskólanum Varmalandi lærðum við að verða góðar ''húsmæður''. Og þótti þetta nám mjög nauðsynlegt öllum ungum stúlkum. Eitthvað var nú sem betur fer farið að breytast hugarfarið og vorum við því frekar fáar og en átti eftir að fækka. Þannig að skólinn var lagður niður. Nú nýtist skólahúsið sem skólastofur fyrir grunnskóla og vist fyrir nemendur á Bifröst.
Í dag vill engin vera bara venjuleg húsmóðir þannig að grundvöllur fyrir grautarskóla engin. En það var nú samt gaman á þessum skóla, og engin eftirsjá að hafa eitt tíma þar. Margar eru minningarnar frá þessum vetri og flest allar góðar. Ungir krakkar í dag myndu ekki samþykkja að vera lokuð inni kl. 20 á kvöldin en við létum þetta yfir okkur ganga. Það vandist.
Bloggar | 13.11.2007 | 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á nú eina ferðina enn að loka og fækka þeim úrræðum sem eru fyrir unga fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra? Hvað er að í þessu þjóðfélagi? Í blaðinu 24 stundir er viðtal við forsvarsmenn/konur foreldrahússins og sjá þær ekki fram á að geta haldið starfseminni gangandi vegna óheyrilegrar húsaleigu. Því nú á að rífa húsið sem starfsemin hefur verið með á leigu og reisa þar hótel. Er ekki einhver eða einhverjir þarna úti sem eru tilbúnir að aðstoða þennan góða málstað? Ég sjálf hef nú reyndar verið svo heppin að hafa ekki þurft að leita í foreldrahúsið. En ég veit að þeir sem þangað hafa leitað eru mjög ánægðir með þeirra starfsemi. Vona ég að úr rætist hjá þessu góða fólki.
Bloggar | 10.11.2007 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér virkilega brá þegar að ég sá fyrirsögnina. Hvað er í gangi? Svo að ég las þessa frétt og létti mér mikið, það átti ekki að loka hana inni. Ég hef alla tíð verið aðdáandi Margrétar þó svo að ég sé ekki samstíga henni í pólitík. Vonast ég til að henni eigi eftir að farnast vel í þessu starfi. Að hún eigi eftir að fá vinnufrið og fjármagn til að gera endurbætur í fangelsismálum okkar. Ég óska henni velfarnaðar í starfi.
Bloggar | 9.11.2007 | 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 7.11.2007 | 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 7.11.2007 | 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 6.11.2007 | 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar