Bensinn í skúrnum

Ég átti leið í skúrinn hjá mér og þar fann ég 49 ára gamlan Bens, hann safnar reyndar ekki þjóðbúningadúkkum og á ekki íbúð. Ég ákvað að spjalla svolítið við hann og vita hvernig honum liði. Honum leiðist alveg hrikalega því enginn getur sinnt honum sem skyldi og óskaði hann eftir því að ég fyndi nýjan eiganda sem hefði áhuga á að laga hann til og dedúa við hann. Og hvað gerir maður ekki fyrir miðaldra bíl sem enginn nennir að sinna auðvita auglýsti ég og auglýsti eftir nýjum eiganda sem engu skilaði. Ég hef nú farið nokkrar ferðir í skúrinn og spjallað við hann og látið hann vita af gangi mála og er hann mjög sorgbitin að enginn vilji hann. Ég þori nú ekki að segja honum að nú bíði hans ekkert nema haugarnir. Hvernig á ég að fara að því? 

pb180406.jpg

Svona lítur hann nú út greyið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað villtu fá fyrir hann

Kolbrún (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Ekkert sá sem vill hann má eiga hann

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband