Nú er amman búin að vera með Kristian Helga í aðlögun á leikskólanum í þrjá daga. Hann er alveg alsæll að fá að vera á leikskóla, leika við krakkana og ég tala nú ekki um að fá að vera úti á leikvelli. Litla krílið fær alveg víðáttu brjálæði þar, enda var leiksvæðið hjá dagmömmunni eins og frímerki miða við þennan leikvöll. Og þá á ég við lítið frímerki eins og þessi litlu bresku með henni Betu á.
Ekkert mál er að skilja hann eftir honum er sko alveg sléttsama þó amma fari. En aftur á móti verður allt vitlaust þegar hann á að fara heim. Þá tekur hann sínar bestu trillur og grenjar og gólar. En heim skal hann og hefur amman þurft að halda á honum í bóndabeygju til að missa ekki tökin. Og fljótur er hann að sofna þegar heim er komið. Alveg búin litla skinnið eftir öll lætin í sjálfum sér.
Þannig að eins sjá má er alveg full vinna að vera amma í aðlögun
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 20.8.2008 | 12:55 (breytt kl. 13:01) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyrðu vinkona, hvernig væri að blogga oftar og meira, sko ég er í sumarfríi og geri lítið annað en lesa misgáfulegt blogg á mbl. of vísi. orðið nokkuð langt síðan síðast,alveg 2 dagar!!!! bestu,-k
kristin fagra (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.