Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Ekki er nú hlaupið að því að ná sér í tjaldstæði ef maður leggur af stað um kvöldmataleytið á föstudegi.
Á föstudaginn var lagt af stað í útilegu og var ákvörðunarstaðurinn Þórisstaðarvatn og átti nú aðeins að bleyta færi í þessari útilegu. Allt fullt, jú við hefðum sjálfsagt getað komið vagninum fyrir með því að troða okkur inn á milli. En þar sem mér finnst nú ekkert gaman að troða mér upp á fólk sem ég ekki þekki var ákveðið að halda á næsta tjaldsvæði. Selskógur allt fullt. Var þá tekin stefnan á Varmaland, loksins loksins gátum við komið okkur fyrir alveg pláss fyrir þrjá vagna.
Tjaldstæðið á Varmalandi er alveg ágætt það mætti reyndar vera meiri gróður en mjög vel er passað upp á salernisaðstöðuna alltaf nægur pappír og þrifið reglulega og rusl fjarlægt. Ég get alveg mælt með þessu tjaldstæði.
Er ég orðin gömul og fordómafull? Seinnipartinn á laugardag komu tveir bílar fullir af ungum mönnum og voru farþegarnir veifandi bjórflöskum. Nú er friðurinn búinn þessa helgi En sóma piltar voru þetta Ekki heyrðist í þeim og þeir fengu að vera í friði fyrir tjaldverðinum þó svo að þeir væru undir 28 ára aldri og ekki með börn með sér eða kærustur til að búa til börn!
Úr einu í annað María mín kemur heim í kvöld eftir vel heppnaða Hróarskelduhátíð, eftir því sem hún hefur sagt mér. Sólbrennd og með blöðrur á fótum. Annað en í fyrra þá var hún bæði blaut að utan og innan.
Vinir og fjölskylda | 8.7.2008 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góðan og blessaðan daginn.
Ég vona að þeir sem tóku lestrarprófið hafi ekki hugsað mér þegjandi þörfina. Ég fékk nú bara smá hiksta í gær og skyldi bara ekkert í þessu.
Ég á lítinn skrítinn skugga þessa dagana. Kristian Helgi er hættur hjá dagmömmunni því hún er komin í sumarfrí og hann byrjar ekki í leikskólanum fyrr en 18 ágúst. Elín byrjar ekki í sumarfríi fyrr en 14 júlí þannig að drengurinn er með ömmu á daginn. Hann eltir mig eins og skuggi allan daginn og má ekki vera að því að leika sér. Hann gæti misst af einhverju sem amma er að gera. Sísí frænka kemur nú samt og tekur hann út í smá tíma á dag sem er náttúrulega algjör lúxus fyrir mig.
Já ekki má nú gleyma að færa færslu um veðrið. Gott að fá smá rigningu allt orðið svo þurrt og litlaust.
Helgin framundan með hitabylgju eftir því sem sagt er og þá fer maður bara í útilegu í sumarfötunum.
Vinir og fjölskylda | 3.7.2008 | 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er búið að fara í fyrstu útilegu sumarsins, Brautarholt á Skeiðum varð fyrir valinu.
Barnabörnin voru alveg himinlifandi að fá að fara í útilegu því lík spenna þegar þau áttu að fara að sofa. Það tók nú langan tíma að koma sér niður og Kristian gat ekki sofnað fyrr en mamma fór að sofa.
Á laugardaginn var ekki nema 10 stiga hiti og hávaða rok svo ákveðið var að fara í bíltúr og skoða Gullfoss og Geysi. Fossinn var fallegur að vanda en lítið bar á Geysi. Ég held svei mér þá að hann sé bara búin að vera. En Strokkur tók smá syrpu.
Þetta var bara ágætis útilega en hefði mátt vera hlýrra.
Vinir og fjölskylda | 30.6.2008 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar