Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hann á afmæli í dag

Hann sonur minn á afmæli í dag.

28 ára er hann þessi elska. Þetta segir mér bara það að ég eldist hratt. Mér finnst svo stutt síðan að ég var með hann lítinn í vöggu.

Hann er ljúfur og góður og náttúrulega sá allra fallegasti drengur sem fæðst hefur. Hverjum finnst sinn fugl fagur

MYNDIR 07 OG08 226

Feðgarnir

Til hamingju stráksi minn


Ódýrt og alveg ágætt

Hér kemur uppskrift

SVEITAPILTSINS DRAUMUR

Kjötfars (magn fer eftir fjölskyldustærð)

1.Laukur

1/4-1/2 Hvítkál

Hvítkál og laukur skorið smátt og svissað á pönnu þar til það er orðið mjúkt 1 tsk sykur stráð yfir og hrært saman við.

Eldfast mót smurt með smjörlíki eða olíu helmingurinn af kjötfarsinu smurt í botninn þar næst fer hvítkálið og laukurinn ofan á og að endingu restin af kjötfarsinu smurt yfir kálblönduna. Eldað í ofninum þangað til farsið er búið að taka brúnan lit.

Borið fram með soðnum kartöflum og t.d. piparsósu.Whistling


Menntun skiptir máli sama hver hún er

Hver hefði trúað því að húsmæðraskólamenntunin mín ætti eftir að koma að góðum notum aftur.

Ég sé að ég get bara verið stolt af þessari veru minni á húsó. Oft hefur nú verið gert grín af því að ég  hafa farið á húsmæðraskóla. En hvað kemur á daginn nú verður maður bara að þurrka rykið af öllum trixunum sem við lærðum. 

Nýtni og sparnaður var eitt af því sem við lærðum. Sem sagt sauma, prjóna, baka, sulta, niðursuða og margt fleira. Þannig að ég er í stakk búin að leiðbeina börnunum mínum.

Ég er sem sagt stolt húsmóðir í dag og þakka fyrir að ég er ekki fyrrum stjóri með samviskubit, því ef ég hefði verið stjóri þá væri ég örugglega með hauspoka núna og færi ekki út á meðal fólks.

 


Afi og heyrnin

Þegar aldurinn færist yfir þá dofnar oft heyrnin, og oft verður erfitt að koma fólki í skilning um að það þurfi að fá sér heyrnartæki. Oft verður misskilningur því fólk heyrir ekki nema brot af því sem sagt er.

Hér kemur eitt gott dæmi um slíkt. Eins og fram kom í síðustu færslu hjá mér var barnabarnið borið til skírnar á laugardaginn. Falleg athöfn og allir biðu spenntir eftir að heyra nafnið. Langafi barnsins stóð frekar aftarlega og er heyrnin farin að dofna (svolítið mikið). Þegar búið var að skíra þá snýr hann sér að dóttir sinni og tengdasyni og spyr, af hverju var barnið látið heita Elvar Breti. Tengdasonurinn var mjög snöggur að svara , nú auðvita til að sættast við  Bretana.

En þrátt fyrir þetta þá er hann ekki á leiðinni að fá sér heyrnatæki, og heldur semsagt áfram að misskilja um ókomna tíð.


Prinsinn búin að fá nafn

Fyrir fjölskyldu og vini sem slæðast hér inn og lesa. Litli prinsinn var skírður í gær 11 október og fékk líka þetta fallega nafn Elvar Breki.

PA110346

Svona svaf hann vært eftir að hann var búin að fá nafn, þó svo að hann hafi orgað heil mikið á meðan skírnin fór fram.

 


Hvað gerir eiginkonan meðan maðurinn er í vinnunni

Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu

gjörsamlega á hvolfi í húsinu..

Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með

neastisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina…

Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..

Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.

Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.

Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum

stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.

Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður

út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf….

brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .

Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit

að konu sinni.

Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt

hefði komið fyrir.

Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum

að lesa smásögu.

Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.

Hann leit á hana ringlaðurog spurði, “Hvað skeði hér í dag?”

Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:

“Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi

eiginlega verið að gera í allan dag?”

“Já” segir hann tortrygginn.

Hún svarar. “Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!”


Barnabarnið lætur bíða eftir sér

Nú er alveg að skella á þriggja vikna sumarfrí. Til Spánar verður haldið á morgun og er bara ágætis spenna í okkur.

En eitt setur þó strik í reikninginn barnabarnið ætlar sér ekki að koma í heiminn áður en við förum. Ég sem var að vona að það myndi fæðast í gær eða í dag svo að ég gæti litið það augum áður en ég fer. En allt verður að hafa sinn gang, hann ætlar bara að kúra í móðurkviði aðeins lengur . Það verður erfitt að vera ekki heima þegar að hann fæðist og fá ekki að sjá hann fyrr en eftir þrjár vikurCrying En það eru nú nokkrir klukkutímar eftir enn þannig að allt getur gerst.

Vona bara að allt gangi vel þó ég sé ekki á staðnum.

Sólarkveðja til allra


Leikskóla aðlögun

Nú er amman búin að vera með Kristian Helga í aðlögun á leikskólanum í þrjá daga. Hann er alveg alsæll að fá að vera á leikskóla, leika við krakkana og ég tala nú ekki um að fá að vera úti á leikvelli. Litla krílið fær alveg víðáttu brjálæði þar, enda var leiksvæðið hjá dagmömmunni eins og frímerki miða við þennan leikvöll. Og þá á ég við lítið frímerki eins og þessi litlu bresku með henni Betu á.

Ekkert mál er að skilja hann eftir honum er sko alveg sléttsama þó amma fari. En aftur á móti verður allt vitlaust þegar hann á að fara heim. Þá tekur hann sínar bestu trillur og grenjar og gólar. En heim skal hann og hefur amman þurft að halda á honum í bóndabeygju til að missa ekki tökin. Og fljótur er hann að sofna þegar heim er komið. Alveg búin litla skinnið eftir öll lætin í sjálfum sér.Sleeping

Þannig að eins sjá má er alveg full vinna að vera amma í aðlögunSmile

 


Sumarferð matarklúbbsins

Eins og sést í albúminu matarklúbburinn þá var sumarferð matarklúbbsins um síðustu helgi.

Þetta var svona inni útihátíð þar sem hluti hópsins gisti í tuskuhúsum fyrir utan bústaðinn.

Fuglahjónin Hrafnhildur og Þröstur sáu um matseldina að þessu sinni í sumarbústaðnum sínum. Hún Habba er náttúrulega algjör snillingur í matargerð og enginn fer svangur frá henni. Þröstur sá um ræðuhöldin og skemmtiatriðin. Allt tekið með trukki og dýfu í heitapottinum.

Ágætis mæting var en samt sár vantaði gaflarahjónin, það hefði nú ekki verið leiðinlegt ef þau hefðu mætt á svæðið með nýja tjaldútbúnaðinn sinn. En vonandi verða þau hress á næsta ári. Við verðum með fyrirbyggjandi ráðstafanir sem sagt vafin inn í bómull hálfum mánuði fyrir sumarferðina.

Alltaf stuð á þessum hóp. 


Smá frí

Jæja þá er nú búið að fara í langþráða ferð á Kirkjubæjarklaustur, Stína mágkona búin að bíða eftir að komast á klaustur í mörg ár. Loksins loksins og ekki varð hún fyrir vonbrigðum.

Vorum við á klaustri frá þriðjudegi til sunnudags og fengum mjög gott veður þ.s. nema fyrstu nóttina þá var hávaða rok og voru nokkrir sem fóru í það að taka niður fortjöldin svo þau fykju ekki til fjandans.

Vegna veðurs var nú ekki farið mikið að skoða en við fórum nú inn í Laka. Þar var 7 stiga hiti grenjandi rigning og líka kom svolítið haglél eins og sjá má á myndinni .P7173034

En fallegt var við Fagrafoss þar var sól og heiðskýrt

P7173027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á föstudagskvöldið bættust svo fleiri í hópinn.

Þetta var nú bara alveg ágætis ferð. Bara slakað á og legið í sólbaði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband