Færsluflokkur: Bloggar

Hún á afmæli í dag

Það verður nú að segjast eins og er að ekki er ég nú mesti bloggari landsins.Whistling

Mikið annríki er hjá kerlingunni, í allsherjar klössun á Reykjalundi Joyful

Afmælisbarn dagsins er hún Elín mín og er hún 25 ára í dag 

p1010532.jpg

Til hamingju stóra stelpan mín


Ég þekki engan í Nígeríu

Samt fæ ég símhringingar í gemsan minn oft á dag úr mismunandi símanúmerum. Það mætti halda að ég hafi verið í skreiðarútflutningi en það er nú ekki svo.

Ég er búin að tala við þá hjá símanum og athuga hvort ekki sé hægt að láta loka fyrir þetta landsnúmer en það er ekki hægt. þannig að ég verð víst bara að hlusta á síman hringja. Vona að Nígeríubúarnir gefist upp á að hringja í mig


Hundaheimsóknir

Það held ég að margir muni gleðjastSmile
mbl.is Hundar fá að koma á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er hann farin

Jæja þá er hann farin þessi 49 ára úr skúrnum hjá mér. Smile Loksins vildi einhver eiga hann og hlúa að honum. Þannig að ég verð að finna mér eitthvað annað að gera en að tala við hann. Ég er náttúrulega að tala um Bensann en ekki húsbóndann. Nú er orðið svo mikið pláss í skúrnum að ég get t.d. verið með dansæfingar þar. Grin

Hlutabréf seljast sem aldrei fyrr

Já hlutabréfamarkaðurinn tók heldur betur við sér þegar stjórnarslit urðu í dag.

Þá er ég að tala um hlutabréf í SKOT OG SKÆTING.

Ekki veit ég hvernig hlutföllin skiptast hjá nýjum eigendum, mín tilfinning er samt sú að hún skiptist í 50/50.

Hlutabréfin eru alveg að verða uppseld þannig að lítið er orðið eftir handa öðrum.


Bensinn í skúrnum

Ég átti leið í skúrinn hjá mér og þar fann ég 49 ára gamlan Bens, hann safnar reyndar ekki þjóðbúningadúkkum og á ekki íbúð. Ég ákvað að spjalla svolítið við hann og vita hvernig honum liði. Honum leiðist alveg hrikalega því enginn getur sinnt honum sem skyldi og óskaði hann eftir því að ég fyndi nýjan eiganda sem hefði áhuga á að laga hann til og dedúa við hann. Og hvað gerir maður ekki fyrir miðaldra bíl sem enginn nennir að sinna auðvita auglýsti ég og auglýsti eftir nýjum eiganda sem engu skilaði. Ég hef nú farið nokkrar ferðir í skúrinn og spjallað við hann og látið hann vita af gangi mála og er hann mjög sorgbitin að enginn vilji hann. Ég þori nú ekki að segja honum að nú bíði hans ekkert nema haugarnir. Hvernig á ég að fara að því? 

pb180406.jpg

Svona lítur hann nú út greyið


Borga fyrst og dæla svo

Ég fór á N1 áðan og var að kaupa bensín á fákinn minn sem er nú ekki frásögufærandi. Nú þegar að ég var búin að reyna að dæla á fákinn og ekkert gerðist þá kemur starfsmaður til mín og lætur mig vita að ég þurfi fyrst að borga og síðan að dæla.

Er fólk virkilega farið að dæla á bílana sína og aka í burtu án þess að borga í stórum stíl? Það hlýtur eiginlega að vera úr því að þessi breyting  hefur orðið á viðskiptaháttum bensínstöðvana.

Það er ekki hægt annað en að vera sorgmæddur yfir því hvernig þjóðfélagið er að verða.

Næst verðum við kannski að borga áður en beljan er mjólkuð til að fá mjólk. Hvað er að fólki ? Ef ég á ekki pening fyrir bensíni þá nota ég bara ekki bílinn.

Ja island versnandi fer.


Fyrsta afborgun

Er búið að semja ?

Kannski hægt að nota riðuféð að norðan

!cid__2_0AD70E980ADA693800402ABF002574F9

 

 

 

 

 

 

 

Höfundur ókunnur.


Hvar er jafnréttið?

Ja hérna hér tvöhundraðþúsund minna í laun! Það hefur víst alltaf verið metið meira að pissa standandi og virðist það vera áfram. Vona að ekki sé búið að segja skúringakonunni upp hjá Kaupþing.
mbl.is Bankastjóri Glitnis með 1750 þúsund í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komin tími til að brosa aðeins?

Ég hef allavega þörf fyrir að brosa, mér fannst þetta bara broslegt og skemmtileg lesning. Og ákvað að setja þetta inn á bloggið og leyfa öðrum að lesa

 

Góðir stjórnarhættir.... SÓSÍALISMI Þú átt 2 kýr. Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra. KOMMÚNISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk. FASISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk. NASISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo. SKRIFRÆÐI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni. HEFÐBUNDINN KAPITALISMI Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein SÚRREALISMI Þú átt 2 gíraffa. Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám. BANDARÍSKA FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð. ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR - Íslendingar Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði. FRANSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr. JAPANSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, "Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim. ÞÝSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar. ÍTALSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða. RÚSSNESKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr. Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr. Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr. Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku. SVISSNESKT FYRIRTÆKI Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun. Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna. KÍNVERSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru. INDVERSKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Þú tilbiður þær. BRESKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Báðar eru með gin-og klaufaveiki ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Bissnessinn gengur vel. Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það. NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Sú til vinstri er asskoti löguleg. ÍRASKT FYRIRTÆKI Allir virðast eiga fjölda kúa. Þú segir öllum að þú eigir enga. Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið. Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband