Hér kemur smá saga af Óla bróðir.
Hann er nú alveg ágætis karl hann bróðir minn og hefur ýmsar sérþarfir sem er nú ekki svo slæmt. Þráhyggja er eitt af því sem hrjáir hann það væri svo sem allt í lagi ef það kostaði ekki bara allt of mikið.
Nýjasta nýtt er að eignast gönguskó þá er ég að tala um fjallgönguskó! Þar sem hann er fatlaður og getur ekki gengið á fjöll eða grófa göngustíga skiljum við ekki þessa áráttu. Mjög líklega hefur einhver verið að fá sér svona skó og þá vill hann líka.
Mágkona okkar er einstök manneskja og getur aldrei sagt nei við hann.
Um síðustu helgi var hann í bústaðnum hjá þeim þ.s. mágkonu minni og stóra bróðir og og nöldraði og nöldraði um skóna. Var hann búin að vera í nokkra daga og ekki hreyft sig af ráði nema milli stóla.
Nú til að sanna að hann þyrfti nauðsynlega þessa skó fór hann út að hreyfa sig á laugardeginum gekk hann þrjá hringi í kringum bústaðinn og var stoltur af því. En ekki dugði það til að sannfæra fjölskylduna um þessa miklu þörf fyrir skóna. Nú á sunnudag fór hann aftur út og byrjaði að ganga aftur í kringum bústaðinn og ekki vorum við tilbúin að samþykkja kaupin. Það skal tekið fram að það er pallur allan hringinn.
Þá rauk hann út af pallinum og arkaði af stað áleiðis niður að hliði sem er smá spotti en ekki fór hann nú alla leið.
Til baka kom hann eins og hann hefði verið að hlaupa maraþon þá er ég að tala um heilt maraþon ánægjan og gleðin var þvílík. Nú væri hann búin að sanna fyrir okkur að hann hefði not fyrir skóna. Og auðvita samþykkti Þóranna það.
Búin að fá samþykki.
Gott verður þegar að hann verður búin að fá skóna. þá hættir hann að suða um þá en þá er það bara eitthvað annað sem kemur í staðinn. Hvað skyldi það verða?
En hann er nú samt algjör perla.
Bloggar | 27.6.2008 | 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Velkomin í Skagafjörð á ísbjarnaslóðir Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar. Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái. Viltu sjá ísbjörn, elta ísbjörn eða borða ísbjörn. Endalausir möguleikar sem bjóða upp á gríðarlegt adrenalínkikk. Skagafjörður er staðurinn þar sem hlutirnir gerast aftur og aftur.Ratleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark. Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum. Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð. Ævintýralegar flugferðir í leyfisleysi þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi. Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins. Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði. Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra. Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél staðinn um leið og ísbjörn birtist. Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi. Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09-17 Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við Dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu. Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu. Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk. Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu. Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum. Danskur Bjarnarbjór á tilboðsverði. Daglegir fyrirlestrar frá frægu fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni. Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins. Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna. Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð. Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélagsins. Skagafjörður iðandi af lífi og dauða. Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.
Þetta bréf barst mér í tölvupósti og mátti til að setja það á bloggið mitt svo aðrir gætu lesið.
Ferðalög | 21.6.2008 | 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Maður verður nú að taka sér smá frí frá sólinni og hvað er þá best að gera ? Jú setjast smá stund við tölvuna og bulla svolítið á blogginu.
Frúin orðin vel brún þ.s. að framan því vegna erfiðleika við að liggja á maganum þá er brúnkan minni á bakhlutanum. Ég er sem sagt orðin eins og homblest, en það er jafn gott báðu meginþannig að það hlýtur að eiga við um mig líka
Frænka eiginmannsins er í heimsókn hér á landi núna og skilur hún ekkert í þessum íslendingum að geta legið út í sólbaði í 10-12 stiga hita, hún hristir nú bara hausinn yfir þessu og dúðar sig vel. Ætli henni finnist ekki vera vetrar veður hér miðað við heima hjá henni.
Jæja hætt að bulla í bili
Bloggar | 20.6.2008 | 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góður þjóhátíðardagur
Þegar litla fólkið var búið í bænum í gær þá komu þau til ömmu og afa að borða. Pylsur og hamborgar á grillinu og allir tóku hraustlega til matar síns. Auðvita var borðað úti í þessu líka góða veðri.
Langafi var sóttur til að hann myndi nú nærast eitthvað. Ekki hægt að láta gamlan vera matarlausan í marga daga yfir fótboltanum.
Við höfum nú reyndar verið að spá í að athuga hvort ekki væri bara hægt að fá næringu í æð handa honum. Svo hann geti bara setið við imban án þess að þurfa að standa upp til að ná sér í eitthvað að borða, auðvita þyrftum við þá líka að fá fyrir hann þvaglegg. Það eru sjálfsagt margir sem hafa leitt hugan að þessu úrræði.
Jæja nóg af vitlausum hugleiðingum í bili.
Farin út í sólina að tana mig
Bloggar | 18.6.2008 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er kominn 17 júní
Já eina ferðina enn er komin 17 júní. Maður er bara hissa á veðrinu oftast er nú bara rigning og rok á þessum degi. Það ætti að kæta ungviðið að geta spókað sig í bænum.Ég tala nú ekki um foreldrana, gleði þeirra hlýtur að vera mikil að þurfa ekki að vera með vælandi börn í kulda og trekki.
Börnunum mínum þótti nú ekki skemmtilegt að fara í bæinn á 17 júní þegar þau voru lítil. Þau voru svo heppin að amma þeirra átti afmæli þennan dag og fannst miklu skemmtilegra að fara í boð til hennar.
Ég tala nú ekki um þegar farið var á Valhöll í kaffi á stærri afmælum.
Jæja nú er ég orðin eins og gömul kona farin að rifja upp gamla tíð. Hvernig verð ég þegar ég er orðin gömul ? Það verður eitthvað!
Vona ég að allir njóti dagsins .
Bloggar | 17.6.2008 | 11:41 (breytt kl. 11:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið var nú samt gott að koma heim eftir skemmtilega helgi. Allir svo glaðir að frúin hefði skilað sér heim í heilu lagi.
Eiginmaðurinn mættur út á plan að bera farangurinn inn fyrir mig og litlu kútarnir mínir Mikael og Kristian hrópandi af gleði amma amma og fékk ég stórt knús frá þeim báðum.
Ef ég hef verið eitthvað efins um það að mín væri ekki saknað þá fuku þær efasemdir út í loftið við þessar móttökur.
En það var nú gott að ég kom heim því þvottavélin var biluð og allir bjarglausir hvað ætti að gera. En ofurmamman var mætt til að bjarga eins og svo oft áður. Svo nú er vélin komin í lag og þvær og þvær. Hún hefur kannski bara saknað mín líka og ekki viljað vinna fyrir hina
Já það er gott að vera ómissandi (ég er það náttúrulega)
Bloggar | 10.6.2008 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst ekki vera nema nokkur ár síðan að ég var á húsmæðraskólanum á Varmalandi en það eru nú komin þrjátíu ár síðan getur það verið?
Jæja hvað um það við skólasysturnar hittumst um helgina. Við vorum yfir þrjátíu í skólanum en ekki mættu fleiri en ellefu. Góður hópur sem small saman á fyrsta korteri. Inga var ein í skemmtinefnd og tókst þetta alveg frábærlega hjá henni.
Ytri-Vík í Eyjafirði var staðurinn sem við hittumst á fín aðstaða og stór og góður pottur sem var óspart notaður þegar að ekki var prógramm í gangi.
'Ovissuferð sem stóð sko alveg undir því nafni. Klukkan ellefu á laugardagsmorgun vorum við sóttar og farið með okkur á Hjalteyri og skoðað lúðueldi mjög fróðlegt því ekki vissi ég að lúða væri alin í kvíum. Þar á staðnum er flott kaffihús sem gaman var að heimsækja.
Haldið aftur af stað og nú var farið til baka að Ytri-Vík . Kokkar mættir á staðinn og búnir að grilla skötusel og þorsk handa okkur, því lík þjónusta! Og maturinn var alveg frábær.
Skipt í tvö lið og farið í leiki bara skemmtilegt.
Aftur var haldið af stað með einkabílstjóranum okkar og nú haldið á Hauganes, þrifalegur og fallegur staður. Nú fóru að renna tvær grímur á dömurnar,niður á bryggju var haldið og hana nú allar um borð í bát því nú átti að fara í sjóstangveiði. Ja hérna hér og kellan alltaf sjóveik um leið og hún fer um borð í skip. Ekki gat ég skorast undan. Sjóveik yrði ég þá bara að vera.En eitthvað stórmerkilegt gerðist fann ekki fyrir neinu.
Hana nú hérna er sönnun fyrir því. Enda eins og sést á myndinni þá er alveg sléttur sjór.
Ekki var nú allt búið. Bjórverksmiðjan á Árskógsströnd var heimsótt og fengum við nú heldur betur að smakka á framleiðslunni sem er bara nokkuð góð.Nú eftir alla drykkjuna í verksmiðjunni þá var farið með okkur í kvöldmat.
Kokkarnir voru ekki búnir að vera aðgerðarlausir á meðan við teyguðum ölið. Góðan mat báru þeir á borð fyrir okkur við undirleik og söng Hríseyjarbúans.
Þetta endaði síðan með góðu eftirpartýi í gistihúsinu.
Allar vorum við orðlausar yfir öllu sem fyrir okkur var gert og verðum við nú ekki oft orðlausar!
Frábær Skemmtinefnd með alla fjölskylduna í vinnu.
Já það er nú ekki slæmt að eiga þrjátíuára afmæli þegar dekrað er svona við mann.
Bloggar | 9.6.2008 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 6.6.2008 | 09:55 (breytt kl. 09:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikael Máni á afmæli á morgun. Hann verður þriggja ára þessi elska. Alltaf ljúfur og góður ömmu strákur. Þar sem amman verður ekki í tölvufæri á morgun þá færi ég þetta inn í dag.
Hér kemur svo mynd af afmælis stráknum mínum Mikael Mána
Eigið öll góðan hamingju dag í dag og um ókomna tíð
Bloggar | 6.6.2008 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun barst mér blað um hamingjuna og langar mig að deila því með fleirum. Höfundur er ókunnur.
Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við göngum í hjónaband,eignumst barn og síðan eignumst við annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á unglingunum okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði. Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingjusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn:,,Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina sanna, en það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir og síðan mundi lífið byrja. Dag einn rann upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft".
Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst 5 kíló eða bætt á þig 5 kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til að þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein,þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun þar til þú færð þér nýjan bíl, þar til þú hefur borgað upp bílinn, þar til í sumar, þar til í haust eða þar til í vetur.
Það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna
Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður
Bloggar | 4.6.2008 | 13:15 (breytt 5.6.2008 kl. 10:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar