Þú veist að það er 2008 ef......

Þú veist að það er 2008 ef...

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Hún átti afmæli

Elsku litla stelpan mín hún Karen Dögg átti afmæli 4 ágúst og er hún orðin 3ja ára. Dugnaðar forkur og sjálfstæð með eindæmum.Sæt og fín prinsessa

Það er nú ekkert skemmtilegt að eiga afmæli um verslunarmannahelgi allir í burtu en þá er annað hvort að flýta afmælinu eða seinka því og var því seinkað þetta árið fram á laugardag.

Til hamingju Karen mín


Smá frí

Jæja þá er nú búið að fara í langþráða ferð á Kirkjubæjarklaustur, Stína mágkona búin að bíða eftir að komast á klaustur í mörg ár. Loksins loksins og ekki varð hún fyrir vonbrigðum.

Vorum við á klaustri frá þriðjudegi til sunnudags og fengum mjög gott veður þ.s. nema fyrstu nóttina þá var hávaða rok og voru nokkrir sem fóru í það að taka niður fortjöldin svo þau fykju ekki til fjandans.

Vegna veðurs var nú ekki farið mikið að skoða en við fórum nú inn í Laka. Þar var 7 stiga hiti grenjandi rigning og líka kom svolítið haglél eins og sjá má á myndinni .P7173034

En fallegt var við Fagrafoss þar var sól og heiðskýrt

P7173027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á föstudagskvöldið bættust svo fleiri í hópinn.

Þetta var nú bara alveg ágætis ferð. Bara slakað á og legið í sólbaði.


Fáfróð er ég

Vegna færslu minnar hér áðan. Hlýt ég að vera alltof fljótfær að álikta en ég viðurkenni fáfræði mína. Ég taldi án þess að leita mér upplýsinga að Íslandspóstur væri rekin af einkaaðila. Því póstþjónustunni hefur hrakað allverulega frá því að síminn var seldur. Svona er minnið mitt gloppótt, taldi að pósturinn hefði verið seldur líka.

Vona að mér verði fyrirgefið, ég er nú bara fædd ljóshærðHalo

En þrátt fyrir það þá þarf að taka til hjá póstinum hvort sem hann er einkarekinn eða ríkisrekinn.


Svei þeirri ríkisstjórn sem...........

Já svei þeirri ríkisstjórn sem tók þá ákvörðun að selja póstinn á sínum tíma. Með sölu póstsins til einkaaðila hefur póstþjónustu  hrakað allverulega.

Í hverfinu sem ég bý er daglegur viðburður að íbúarnir þurfi sjálfir að ganga í húsin í kring og bera út póst sem borist hefur inn um bréfalúguna hjá því.  Vegna þess að bréfberinn er af erlendubergi brotin og kann ekki að lesa íslensku, og ekki bara það heldur virðast þeir ekki skilja tölur heldur. Það væri nú kannski sök sér ef þeir gætu nú borið bréfin í rétt hús þannig að nágrannar gætu nú skipst á pósti og spjallað í leiðinni.

 Nágranni minn hefur ekki fengið póst til sín í rúmar tvær vikur þ.s. reikninga og launaseðla sem hann er vanur að fá mánaðarlega. Svörin sem hann fékk hjá póstinum voru að hann mætti nú líklega búast við því að hann fengi ekki þennan póst því hann væri að öllum líkindum tíndur. Er þetta í lagi? Hvernig geta þeir hjá póstinum haldið starfsemi sinni áfram á þessum grundvelli ? Ekki okkar skaði bara þinn kæri póstviðtakandi.

Þetta er ekki eina dæmið sem ég þekki til. Stúlka austur á fjörðum sendi LÍN bréf sem þurfti að berast fyrir vissan tíma og var hún tímanlega að því þannig að hún taldi sig ekki þurfa að senda það í hraðpósti. En hvað kemur á daginn ekkert bréf barst LÍN . þá er ég að tala um að það barst alls ekki, ekki að það kom of seint. Tekið skal fram að þessi stúlka bjó á tímabili í Ástralíu og er því vön að þurfa að senda bréf með góðum fyrirvara upp á að það berist í tæka tíð.

Ég vona að þeir háu herrar og dömur sem voru fremstir í einkavæðingunni sjái hvaða regin skissa var gerð að þessu leiti.

Hver kærir sig um að pósturinn berist inn á önnur heimili , allavega kæri ég mig ekki um að minn póstur sé á flakki og berist mér svo ekki.

Kannski lesandi góður finnst þér ég vera með fordóma gegn útlendingum það verður þá bara að hafa það. En það er full ástæða til að benda póstinum á að þjálfa útlendingana betur og að þeir kunni að lesa.

 


Tjaldstæðið á Varmalandi

Ekki er nú hlaupið að því að ná sér í tjaldstæði ef maður leggur af stað um kvöldmataleytið á föstudegi.

Á föstudaginn var lagt af stað í útilegu og var ákvörðunarstaðurinn Þórisstaðarvatn og átti nú aðeins að bleyta færi í þessari útilegu. Allt fullt, jú við hefðum sjálfsagt getað komið vagninum fyrir með því að troða okkur inn á milli. En þar sem mér finnst nú ekkert gaman að troða mér upp á fólk sem ég ekki þekki var ákveðið að halda á næsta tjaldsvæði. Selskógur allt fullt. Var þá tekin stefnan á Varmaland, loksins loksins gátum við komið okkur fyrir alveg pláss fyrir þrjá vagna.

Tjaldstæðið á Varmalandi er alveg ágætt það mætti reyndar vera meiri gróður en mjög vel er passað upp á salernisaðstöðuna alltaf nægur pappír og þrifið reglulega og rusl fjarlægt. Ég get alveg mælt með þessu tjaldstæði.

Er ég orðin gömul og fordómafull?  Seinnipartinn á laugardag komu tveir bílar fullir af ungum mönnum og voru farþegarnir veifandi bjórflöskum. Nú er friðurinn búinn þessa helgi Angry  En sóma piltar voru þetta Smile Ekki heyrðist í þeim og þeir fengu að vera í friði fyrir tjaldverðinum þó svo að þeir væru undir 28 ára aldri og ekki með börn með sér eða kærustur til að búa til börn!

Úr einu í annað  María mín kemur heim í kvöld eftir vel heppnaða Hróarskelduhátíð, eftir því sem hún hefur sagt mér. Sólbrennd og með blöðrur á fótum. Annað en í  fyrra þá var hún bæði blaut að utan og innan.


Ég á lítinn skrítinn skugga

Góðan og blessaðan daginn.

Ég vona að þeir sem tóku lestrarprófið hafi ekki hugsað mér þegjandi þörfina. Ég fékk nú bara smá hiksta í gær og skyldi bara ekkert í þessu.

Ég á lítinn skrítinn skugga þessa dagana. Kristian Helgi er hættur hjá dagmömmunni því hún er komin í sumarfrí og hann byrjar ekki í leikskólanum fyrr en 18 ágúst. Elín byrjar ekki í sumarfríi fyrr en 14 júlí þannig að drengurinn er með ömmu á daginn. Hann eltir mig eins og skuggi allan daginn og má ekki vera að því að leika sér. Hann gæti misst af einhverju sem amma er að gera. Sísí frænka kemur nú samt og tekur hann út í smá tíma á dag sem er náttúrulega algjör lúxus fyrir mig.

Já ekki má nú gleyma að færa færslu um veðrið. Gott að fá smá rigningu allt orðið svo þurrt og litlaust.

Helgin framundan með hitabylgju eftir því sem sagt er og þá fer maður bara í útilegu í sumarfötunum. 


Lestrarpróf

Lestrarpróf
Endilega takið þetta lestrarpróf :-)

Þetta er svona panda.
Þetta er fær panda.
Þetta er maður lifandi panda.
Þetta er bjána panda.
Þetta er til panda.
Þetta er að panda.
Þetta er gleyma panda.
Þetta er sér panda.
Þetta er í panda.
Þetta er hálfa panda.
Þetta er mínútu panda.

Farðu núna til baka og lestu þriðja orðið í hverri línu.

Sjáðu hvað þú stóðst þig vel!!!







Safnið í Selárdal

Í fréttablaðinu í gær var grein um viðgerðir á safni Samúels Jónssonar í Selárdal.Það er aðdáunarvert að þýskur myndhöggvari skuli koma hingað til lands með flokk af sjálfboðaliðum til að lagfæra þetta sérstaka safn.

Á ferðum mínum um vestfirði hef ég alltaf farið í  Selárdalinn til að skoða þetta einstaka safn, því einstakt er það og sérstök upplifun að skoða það.

Að skoða safnið kennir manni að allir geti látið drauma sína rætast,það hefur Samúel svo sannarlega gert.

P8070594 

Vil ég benda fólki á sem leggur leið sína í Selárdalinn til að skoða safnið að í kirkjunni er söfnunarbaukur. Endilega hafið þið einhvern pening með ykkur og setjið í hann svo hægt sé að halda áfram að halda safninu við. Því miður er enginn posi á staðnum þannig að ekki eru tekin kort.

Skoðið og njótið


Útilega

Þá er búið að fara í fyrstu útilegu sumarsins, Brautarholt á Skeiðum varð fyrir valinu.

Barnabörnin voru alveg himinlifandi að fá að fara í útilegu því lík spenna þegar þau áttu að fara að sofa. Það tók nú langan tíma að koma sér niður og Kristian gat ekki sofnað fyrr en mamma fór að sofa.

Á laugardaginn var ekki nema 10 stiga hiti og hávaða rok svo ákveðið var að fara í bíltúr og skoða Gullfoss og Geysi. Fossinn var fallegur að vanda en lítið bar á Geysi. Ég held svei mér þá að hann sé bara búin að vera. En Strokkur tók smá syrpu.

Þetta var bara ágætis útilega en hefði mátt vera hlýrra.

Gullfoss


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband