Þorláksmessutónleikar

Eitthvað fannst mér ég vera að svíkjast um á Þorláksmessukvöld. Sitjandi í Háskólabíó á tónleikum hjá  Bubba, ekki vön að sitja og slaka á þetta kvöld. Tónleikarnir voru bara góðir og alltaf kann ég betur við Bubba í gallabuxunum og með kassagítarinn.

Ég er alltaf að komast að því betur og betur að aldurinn er farinn að segja til sín. Farin að pirra mig á hinu og þessu sem hafði ekki áhrif á mig hér áður fyrr. Á sitjandi tónleikum finnst mér að fólk eigi að sitja og njóta en ekki vera á þessu ands...... rápi. Opin bar var í sælgætissölunni og var fólk á sífeldu rápi að ná sér í drykki og svo náttúrulega að losa sig við þá þess á milli.

Nú er ég farin að  hljóma eins og kona í vesturbænum ! Hvað með það ég er nú orðin fimmföld amma og má líklega nöldra svolítið ha ha ha.Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband