Lionsklúbburinn Fjörgyn var með styrktar tónleika í Grafarvogskirkju í gærkvöldi. Allur ágóði rennur til Bugl.
Fjölmargir listamenn gáfu vinnu sína og urðu þessir tónleikar að einni allsherjar tónlistarveislu.
Karlakór Reykjavíkur byrjuðu veisluna og eru þeir bara góðir.´
Páll Óskar og Monika svíkja engan, flott útsett hjá þeim harpan og röddin hans Palla. Páll Óskar á engan sinn líkan, mætti í silfur pallíettujakkanum sínum og var náttúrulega lang flottastur. Ég dáist að þeirri manneskju sem saumaði þennan jakka því það getur ekki verið auðvelt að sauma úr þessu efni.
Næstur kom svo K.K. látlaus að vanda með sitt rólega fas. Bara ljúfur eins og alltaf.
Egill Ólafsson svíkur engan, hefur skemmtilegan húmor og fékk fólk til að hlæja.
Diddú bara góð,brosið, söngurinn og öll hennar framkoma hlýjar manni.
Páll Rósinkranz var góður í gospellinu.
Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnars eru alltaf ljúf og hafa róandi áhrif á mann.
Hjörleifur Valsson og Vladim Fedorov snillingar.
Hörður Torfa alltaf gaman að hlusta á hann.
Lay Low róleg og yfirveguð að vanda.
Óskar Pétursson og Örn Árna létu gamminn geysa og tóku vel á móti Guðna Ágústssyni og svo sungu þeir líka, þeim er margt til lista lagt.
Stefán Hilmarsson góður.
Þá kom aðal trompið að mínu mati Gissur Páll Gissurarson. Frekar nettur maður með stóra og fallega rödd, Hamraborgin varð heldur betur fögur í flutningi hans. Því lík rödd .
Voces Masculorum karlakór söng Island er land þitt og var það alveg frábært.
Raggi Bjarna er stuðkarl af guðs náð og tjúttaði alla í salnum upp. Fékk hann alla til að syngja og taka smá dansspor með.
Ég er óskaplega glöð að eiginmaður vinkonu minnar skyldi ekki vilja fara á tónleikana þá hefði ég verið heima og misst af þeim. Hann á bestu þakkir fyrir.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Tónlist | 14.11.2008 | 10:48 (breytt kl. 10:49) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.