Hver hefði trúað því að húsmæðraskólamenntunin mín ætti eftir að koma að góðum notum aftur.
Ég sé að ég get bara verið stolt af þessari veru minni á húsó. Oft hefur nú verið gert grín af því að ég hafa farið á húsmæðraskóla. En hvað kemur á daginn nú verður maður bara að þurrka rykið af öllum trixunum sem við lærðum.
Nýtni og sparnaður var eitt af því sem við lærðum. Sem sagt sauma, prjóna, baka, sulta, niðursuða og margt fleira. Þannig að ég er í stakk búin að leiðbeina börnunum mínum.
Ég er sem sagt stolt húsmóðir í dag og þakka fyrir að ég er ekki fyrrum stjóri með samviskubit, því ef ég hefði verið stjóri þá væri ég örugglega með hauspoka núna og færi ekki út á meðal fólks.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | 23.10.2008 | 12:23 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér! hvernig væri að þú birtir sparnaðarráð og ódýrar uppskriftir og leyfðir okkur hinum að öðlast smá húsmæðraskóla-visku
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 13:12
já nákvæmlega, komdu með niðursuðuráð og það sem heyrir undir "margt fleira", þá fyrst verður lifið spennandi...
kristín
kristin fagra (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:43
Ég er hér með ráð fyrir þá sem ekki treysta bönkunum. Maður setur peningana sína í plastpoka og djúpfrystir. Þá er enginn hætta á að maður fái hálsríg. En hvort rýrnunin verði ekki jafn mikil við frystingu get ég ekki lofað það er allt undir stjórnvöldum komið. Þetta er eitt af ráðunum sem heyrir undir margt fleira
Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:58
he he er ekki best að eyða peningunum (ef einhver á slík fyrirbæri) áður en verðbólgan étur þá upp?
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 20:07
það er þá rýrnun að frysta? hm, ólíkt því sem margrét skólastýra segir...
að-kaupa á tilboði og frysta segir hún,
rýrni það svo, sem þú lýsir nafna þá kaupi ég tilbúið í nóatúni. verður slátrið þá að engu á útmánuðum? spyr sá sem ekki veit!:)
kristin fagra (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:39
Ja það er nú miðað við rýrnun á íslensku krónunni, en maturinn rýrnar nú ekki í frosti heldur þegar hann er eldaður, þannig kæra nafna ef þú vilt ekki að maturinn þinn rýrni þá er best að borða hann hráan. Þannig að það verður þá ekki bara bufftartar heldur t.d. læristartar,kjúklingatartar og þar fram eftir götunum. Þetta í sambandi við slátrið þá setur þú blöðruseli í pottinn og eftir suðu er það eins og eistu slík er rýrnunin bara eins og krónan okkar.
Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.