Jæja þá er hún farin litla prinsan mín. Ekki gekk nú áfallalaust að pakka niður . Auðvita var stærsta taskan sótt í geymsluna og pakkað í hana öllu dótinu sem fara átti með til Dk. Flott allt smell passaði í hana og hefði verið hægt að bæta verulega í hana.
Nú þegar skvísan ætlaði að fara að sofa þá þurfti náttúrulega að fjarlægja töskuna af rúminu. Allt sat fast varla hægt að tomma henni áfram. Skelfingar svipur kom á hana og sá hún fyrir sér mörg þúsund í yfirvigt.
Mamma gamla stökk af stað og niður í kjallara fór hún og sótti tvær töskur. Önnur svona flugfreyjutaska og hin aðeins stærri. Það var ekkert annað í stöðunni en að kom þessu öllu í litlu töskurnar. það tókst og ekki þurfti að skilja eftir nema tvær peysur, tvo kodda, sængurver og tvenn pör af skóm. Svo lesandi góður ef þú ert á leið til Köben og hefur pláss í tösku þá endilega láttu mig vita ha ha ha ha.
En heil komst hún til Köben með allt sitt hafurtask
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ mamma mín :) takk enn og aftur fyrir að hafa hjálpað mér að pakka svona vel Vonandi hafið þið það sem allra best á Spáni og ég veit að þið bíðið ótrúlega spennt eftir að sjá nýja meðlimin í fjölskyldunni okkar og ég geri það nú líka en þá eru 2 dagar búnir af skólanum og ekki skil ég nú mikið hvað er í gangi en það hlítur að koma von bráðar. Ég er nú búin að kynnast nokkrum í bekknum þannig þetta reddast allt saman og ef það væri ekki fyrir Röggu þá væri ég örugglega komin heim og búin að gefast upp En þetta verður erfitt til að byrja með en svo vonandi verður þetta auðveldara En bið að heilsa að sinni.
Elska ykkur
Ykkar María Björk
María (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.