Fer eftir nokkra klukkutíma

Nú er alveg að skella á aðskilnaður við litlu prinsessuna á heimilinu. Bara nokkrir klukkutíma þangað til hún fer til Danmerkur. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér bæði gleði og söknuður. Glöð yfir því að hún er að fara og mennta sig en söknuður að hún skuli ekki vera hérna heima hjá okkur. En það er nú ekki langt til Danmerkur og ódýrara að fljúga þangað en til Egilsstaða. Maður á alltaf að sjá jákvæðu punktana í öllu.

 Það verður skrítið að hafa hana ekki heima þó svo að hún sé nú alltaf dugleg að vera einhversstaðar annarstaðar en akkúrat heima.

Jæja best að hætta þessu bloggi og fara að hjálpa henni að pakka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband