Svei þeirri ríkisstjórn sem...........

Já svei þeirri ríkisstjórn sem tók þá ákvörðun að selja póstinn á sínum tíma. Með sölu póstsins til einkaaðila hefur póstþjónustu  hrakað allverulega.

Í hverfinu sem ég bý er daglegur viðburður að íbúarnir þurfi sjálfir að ganga í húsin í kring og bera út póst sem borist hefur inn um bréfalúguna hjá því.  Vegna þess að bréfberinn er af erlendubergi brotin og kann ekki að lesa íslensku, og ekki bara það heldur virðast þeir ekki skilja tölur heldur. Það væri nú kannski sök sér ef þeir gætu nú borið bréfin í rétt hús þannig að nágrannar gætu nú skipst á pósti og spjallað í leiðinni.

 Nágranni minn hefur ekki fengið póst til sín í rúmar tvær vikur þ.s. reikninga og launaseðla sem hann er vanur að fá mánaðarlega. Svörin sem hann fékk hjá póstinum voru að hann mætti nú líklega búast við því að hann fengi ekki þennan póst því hann væri að öllum líkindum tíndur. Er þetta í lagi? Hvernig geta þeir hjá póstinum haldið starfsemi sinni áfram á þessum grundvelli ? Ekki okkar skaði bara þinn kæri póstviðtakandi.

Þetta er ekki eina dæmið sem ég þekki til. Stúlka austur á fjörðum sendi LÍN bréf sem þurfti að berast fyrir vissan tíma og var hún tímanlega að því þannig að hún taldi sig ekki þurfa að senda það í hraðpósti. En hvað kemur á daginn ekkert bréf barst LÍN . þá er ég að tala um að það barst alls ekki, ekki að það kom of seint. Tekið skal fram að þessi stúlka bjó á tímabili í Ástralíu og er því vön að þurfa að senda bréf með góðum fyrirvara upp á að það berist í tæka tíð.

Ég vona að þeir háu herrar og dömur sem voru fremstir í einkavæðingunni sjái hvaða regin skissa var gerð að þessu leiti.

Hver kærir sig um að pósturinn berist inn á önnur heimili , allavega kæri ég mig ekki um að minn póstur sé á flakki og berist mér svo ekki.

Kannski lesandi góður finnst þér ég vera með fordóma gegn útlendingum það verður þá bara að hafa það. En það er full ástæða til að benda póstinum á að þjálfa útlendingana betur og að þeir kunni að lesa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég að gera lítið úr pirring þínum útaf lélegri póstþjónusta en vil þó gera athugasemd við ályktun þína þess efnis að um sé að kenna sölu póstsins ,,á sínum tíma".

Íslandspóstur hf.  er nefnilega hlutafélag, stofnað 1998 við uppskiptingu símans og póstsins, en allir hlutir í Íslandspósti eru í eigu ríkisins. M.ö.o. pósturinn er ,,ríkisfyrirtæki" einsog þau gerast best....eða verst.

Hugsanlega fengirðu betri þjónustu ef pósturinn hefði verið seldur til einkaaðila....pældu í því !!

Bestu kveðjur,

Magnús Birgisson 

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Kristín Guðrún Ólafsdóttir

Magnús ég þakka þér fyrir upplýsingarnar. Ég viðurkenni að ég hef verið haldin þeirri trú að Íslandspóstur væri einkarekinn en ekki ríkisrekinn. Allavega hefur póstþjónustu hrakað eftir skiptinn. Þarf þá ekki að taka þennan rekstur til athugunar af hálfu ríkisins?

Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 14.7.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband