Ekki er nú hlaupið að því að ná sér í tjaldstæði ef maður leggur af stað um kvöldmataleytið á föstudegi.
Á föstudaginn var lagt af stað í útilegu og var ákvörðunarstaðurinn Þórisstaðarvatn og átti nú aðeins að bleyta færi í þessari útilegu. Allt fullt, jú við hefðum sjálfsagt getað komið vagninum fyrir með því að troða okkur inn á milli. En þar sem mér finnst nú ekkert gaman að troða mér upp á fólk sem ég ekki þekki var ákveðið að halda á næsta tjaldsvæði. Selskógur allt fullt. Var þá tekin stefnan á Varmaland, loksins loksins gátum við komið okkur fyrir alveg pláss fyrir þrjá vagna.
Tjaldstæðið á Varmalandi er alveg ágætt það mætti reyndar vera meiri gróður en mjög vel er passað upp á salernisaðstöðuna alltaf nægur pappír og þrifið reglulega og rusl fjarlægt. Ég get alveg mælt með þessu tjaldstæði.
Er ég orðin gömul og fordómafull? Seinnipartinn á laugardag komu tveir bílar fullir af ungum mönnum og voru farþegarnir veifandi bjórflöskum. Nú er friðurinn búinn þessa helgi En sóma piltar voru þetta Ekki heyrðist í þeim og þeir fengu að vera í friði fyrir tjaldverðinum þó svo að þeir væru undir 28 ára aldri og ekki með börn með sér eða kærustur til að búa til börn!
Úr einu í annað María mín kemur heim í kvöld eftir vel heppnaða Hróarskelduhátíð, eftir því sem hún hefur sagt mér. Sólbrennd og með blöðrur á fótum. Annað en í fyrra þá var hún bæði blaut að utan og innan.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Ferðalög | 8.7.2008 | 10:52 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð sannkallaðir útilegumenn Ég sé það að ég verð að fara að græja mig upp svo ég geti fallið í kramið á tjaldstæðum Íslands. ætli bankinn sé tilbúinn að lána mér nokkrar millur fyrir skuldahala??
En ég mæli með því að þú skoðir þessa síðu http://lotta.blog.is/blog/lotta/
Guðrún Sæmundsdóttir, 8.7.2008 kl. 14:42
Ætli þú þurfir nokkuð að tala við bankann þú notar bara klinkið til að kaupa þér búnað ha ha ha . Ertu ekki að bera út blöð á morgnana það er nú svo vel borgað. Búin að lesa lottu, flott hjá henni akkúrat eins og við hugsum.
Kristín Guðrún Ólafsdóttir, 8.7.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.