Ég á lítinn skrítinn skugga

Góðan og blessaðan daginn.

Ég vona að þeir sem tóku lestrarprófið hafi ekki hugsað mér þegjandi þörfina. Ég fékk nú bara smá hiksta í gær og skyldi bara ekkert í þessu.

Ég á lítinn skrítinn skugga þessa dagana. Kristian Helgi er hættur hjá dagmömmunni því hún er komin í sumarfrí og hann byrjar ekki í leikskólanum fyrr en 18 ágúst. Elín byrjar ekki í sumarfríi fyrr en 14 júlí þannig að drengurinn er með ömmu á daginn. Hann eltir mig eins og skuggi allan daginn og má ekki vera að því að leika sér. Hann gæti misst af einhverju sem amma er að gera. Sísí frænka kemur nú samt og tekur hann út í smá tíma á dag sem er náttúrulega algjör lúxus fyrir mig.

Já ekki má nú gleyma að færa færslu um veðrið. Gott að fá smá rigningu allt orðið svo þurrt og litlaust.

Helgin framundan með hitabylgju eftir því sem sagt er og þá fer maður bara í útilegu í sumarfötunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gott að eiga lítinn ömmustrák til að knúsa

En nú er um að gera að draga bikinið úr skápnum og láta sig hlakka til helgarinnar

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.7.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband