Maraþonganga

Hér kemur smá saga af Óla bróðir.

Hann er nú alveg ágætis karl hann bróðir minn og hefur ýmsar sérþarfir sem er nú ekki svo slæmt. Þráhyggja er eitt af því sem hrjáir hann það væri svo sem allt í lagi ef það kostaði ekki bara allt of mikið.

Nýjasta nýtt er að eignast gönguskó þá er ég að tala um fjallgönguskó! Þar sem hann er fatlaður og getur ekki gengið á fjöll eða grófa göngustíga skiljum við ekki þessa áráttu. Mjög líklega hefur einhver verið að fá sér svona skó og þá vill hann líka.

Mágkona okkar er einstök manneskja og getur aldrei sagt nei við hann.

Um síðustu helgi var hann í bústaðnum hjá þeim þ.s. mágkonu minni og stóra bróðir og og nöldraði og nöldraði um skóna. Var hann búin að vera í nokkra daga og ekki hreyft sig af ráði nema milli stóla.

Nú til að sanna að hann þyrfti nauðsynlega þessa skó fór hann út að hreyfa sig á laugardeginum gekk hann þrjá hringi í kringum bústaðinn og var stoltur af því. En ekki dugði það til að sannfæra fjölskylduna um þessa miklu þörf fyrir skóna. Nú á sunnudag fór hann aftur út og byrjaði að ganga aftur í kringum bústaðinn og ekki vorum við tilbúin að samþykkja kaupin. Það skal tekið fram að það er pallur allan hringinn.

Þá rauk hann út af pallinum og arkaði af stað áleiðis niður að hliði sem er smá spotti en ekki fór hann nú alla leið.

Til baka kom hann eins og hann hefði verið að hlaupa maraþon þá er ég að tala um heilt maraþon ánægjan og gleðin var þvílík. Nú væri hann búin að sanna fyrir okkur að hann hefði not fyrir skóna. Og auðvita samþykkti Þóranna það.

Óli á göngu

Komin í mark

Fæ ég núna gönguskóna

Búin að fá samþykki.

Gott verður þegar að hann verður búin að fá skóna. þá hættir hann að suða um þá en þá er það bara eitthvað annað sem kemur í staðinn. Hvað skyldi það verða?

En hann er nú samt algjör perla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Flott hjá Óla! Að sjálfsögðu verða menn að vera á alvöru fjallaskóm í pallagöngu

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband