Gleðilegan þjóðhátíðardag

Það er kominn 17 júní

Já eina ferðina enn er komin 17 júní. Maður er bara hissa á veðrinu oftast er nú bara rigning og rok á þessum degi. Það ætti að kæta ungviðið að geta spókað sig í bænum.Ég tala nú ekki um foreldrana, gleði þeirra hlýtur að vera mikil að þurfa ekki að vera með vælandi börn í kulda og trekki.

Börnunum mínum þótti nú ekki skemmtilegt að fara í bæinn á 17 júní þegar þau voru lítil. Þau voru svo heppin að amma þeirra átti afmæli þennan dag og fannst miklu skemmtilegra að fara í boð til hennar.

Ég tala nú ekki um þegar farið var á Valhöll í kaffi á stærri afmælum.

Jæja nú er ég orðin eins og gömul kona farin að rifja upp gamla tíð. Hvernig verð ég þegar ég er orðin gömul ?  Það verður eitthvað!

Vona ég að allir njóti dagsins .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sól á 17 júní, er eiginlega of gott til að geta verið satt það á enginn eftir að trúa því á elliheimilinu sem við verðum á þú veist þú losnar ekki svo glatt við mig, en þú verður að hjálpa mér að mála bæinn rauðann á 70 ára afmælisdaginn minn og klípa kallana jamm það verður sko fríkað út í ellinni, en þangað til verður maður víst að haga sér vel

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband