Mér finnst ekki vera nema nokkur ár síðan að ég var á húsmæðraskólanum á Varmalandi en það eru nú komin þrjátíu ár síðan getur það verið?
Jæja hvað um það við skólasysturnar hittumst um helgina. Við vorum yfir þrjátíu í skólanum en ekki mættu fleiri en ellefu. Góður hópur sem small saman á fyrsta korteri. Inga var ein í skemmtinefnd og tókst þetta alveg frábærlega hjá henni.
Ytri-Vík í Eyjafirði var staðurinn sem við hittumst á fín aðstaða og stór og góður pottur sem var óspart notaður þegar að ekki var prógramm í gangi.
'Ovissuferð sem stóð sko alveg undir því nafni. Klukkan ellefu á laugardagsmorgun vorum við sóttar og farið með okkur á Hjalteyri og skoðað lúðueldi mjög fróðlegt því ekki vissi ég að lúða væri alin í kvíum. Þar á staðnum er flott kaffihús sem gaman var að heimsækja.
Haldið aftur af stað og nú var farið til baka að Ytri-Vík . Kokkar mættir á staðinn og búnir að grilla skötusel og þorsk handa okkur, því lík þjónusta! Og maturinn var alveg frábær.
Skipt í tvö lið og farið í leiki bara skemmtilegt.
Aftur var haldið af stað með einkabílstjóranum okkar og nú haldið á Hauganes, þrifalegur og fallegur staður. Nú fóru að renna tvær grímur á dömurnar,niður á bryggju var haldið og hana nú allar um borð í bát því nú átti að fara í sjóstangveiði. Ja hérna hér og kellan alltaf sjóveik um leið og hún fer um borð í skip. Ekki gat ég skorast undan. Sjóveik yrði ég þá bara að vera.En eitthvað stórmerkilegt gerðist fann ekki fyrir neinu.
Hana nú hérna er sönnun fyrir því. Enda eins og sést á myndinni þá er alveg sléttur sjór.
Ekki var nú allt búið. Bjórverksmiðjan á Árskógsströnd var heimsótt og fengum við nú heldur betur að smakka á framleiðslunni sem er bara nokkuð góð.Nú eftir alla drykkjuna í verksmiðjunni þá var farið með okkur í kvöldmat.
Kokkarnir voru ekki búnir að vera aðgerðarlausir á meðan við teyguðum ölið. Góðan mat báru þeir á borð fyrir okkur við undirleik og söng Hríseyjarbúans.
Þetta endaði síðan með góðu eftirpartýi í gistihúsinu.
Allar vorum við orðlausar yfir öllu sem fyrir okkur var gert og verðum við nú ekki oft orðlausar!
Frábær Skemmtinefnd með alla fjölskylduna í vinnu.
Já það er nú ekki slæmt að eiga þrjátíuára afmæli þegar dekrað er svona við mann.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Krissa.
Takk fyrir frábæra dekur helgi. Skemmtilegar myndir af okkur skvísunum !
kv. Jóhanna
Jóhanna Lindbergsd (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.