Húsóhittingur

Mér finnst ekki vera nema nokkur ár síðan að ég var á húsmæðraskólanum á Varmalandi en það eru nú komin þrjátíu ár síðanGasp getur það verið?

Jæja hvað um það  við skólasysturnar hittumst um helgina. Við vorum yfir þrjátíu í skólanum en ekki mættu fleiri en ellefu. Góður hópur sem small saman á fyrsta korteri. Inga var ein í skemmtinefnd og tókst þetta alveg frábærlega hjá henni.

Ytri-Vík í Eyjafirði var staðurinn sem við hittumst á fín aðstaða og stór og góður pottur sem var óspart notaður þegar að ekki var prógramm í gangi.

'Ovissuferð sem stóð sko alveg undir því nafni. Klukkan ellefu á laugardagsmorgun vorum við sóttar og farið með okkur á Hjalteyri og skoðað lúðueldi mjög fróðlegt því ekki vissi ég að lúða væri alin í kvíum.Gasp Þar á staðnum er flott kaffihús sem gaman var að heimsækja.

Haldið aftur af stað og nú var farið til baka að Ytri-Vík . Kokkar mættir á staðinn og búnir að grilla skötusel og þorsk handa okkur, því lík þjónusta! Og maturinn var alveg frábær.

Skipt í tvö lið og farið í leiki bara skemmtilegt.

Sem tapaði í fyrstu keppni

Vað er í gangi

Aftur var haldið af stað með einkabílstjóranum okkar og nú haldið á Hauganes, þrifalegur og fallegur staður. Nú fóru að renna tvær grímur á dömurnar,niður á bryggju var haldið og hana nú allar um borð í bát því nú átti að fara í sjóstangveiði. Ja hérna hér og kellan alltaf sjóveik um leið og hún fer um borð í skip. Ekki gat ég skorast undan. Sjóveik yrði ég þá bara að vera.En eitthvað stórmerkilegt gerðist fann ekki fyrir neinu.

Hæ og ég var líka með

Hana nú hérna er sönnun fyrir því. Enda eins og sést á myndinni þá er alveg sléttur sjór.

Ekki var nú allt búið. Bjórverksmiðjan á Árskógsströnd var heimsótt og fengum við nú heldur betur að smakka á framleiðslunni sem er bara nokkuð góð.Nú eftir alla drykkjuna í verksmiðjunni þá var farið með okkur í kvöldmat.

Kokkarnir voru ekki búnir að vera aðgerðarlausir á meðan við teyguðum ölið.  Góðan mat báru þeir á borð fyrir okkur við undirleik og söng Hríseyjarbúans.

Þetta endaði síðan með góðu eftirpartýi í gistihúsinu.

Allar vorum við orðlausar yfir öllu sem fyrir okkur var gert og verðum við nú ekki oft orðlausar!

Frábær Skemmtinefnd með alla fjölskylduna í vinnu.

Já það er nú ekki slæmt að eiga þrjátíuára afmæli þegar dekrað er svona við mann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Krissa.

Takk fyrir frábæra dekur helgi.  Skemmtilegar myndir af okkur skvísunum !

kv. Jóhanna

Jóhanna Lindbergsd (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband