Eru vörubílstjórar að mótmæla einu sinni enn

Svona er maður nú með hugan við eitthvað annað en að það geti verið jarðskjálfti.

Ég hélt að Stór trukkur með tengivagni hefði verið á leið niður brekkuna á milli húsanna hjá mér. Því jú þeir eru alltaf með einhver mótmæli. Hávaðin var slíkur að ekki kom mér til hugar að þessi ósköp væri jarðskjálfti. Tók ég þá eftir að ljósakrónan sveiflaðist og myndirnar næstum því skiptust á nöglum á veggnum. Kveikti á útvarpinu og fékk náttúrulega sjokk þegar að ég heyrði að skjálftinn ætti upptökin við Ingólfsfjall. Stór hluti af fjölskyldunni býr einmitt á Selfossi. Ímyndunin tók völdin og sá ég fyrir mér að fjölskyldumeðlimirnir  væru stór slasaðir og húsin þeirra í rúst eða allavega innbúið ónýtt. Hringdi í bróðir (slökkt á farsímanum) ath. náttúrulega ekki að hringja í heimasímann hjá honum. Hringdi í systir sem býr á vesturlandi til að vita hvort hún væri búin að heyra í brósa, nei ekki var hún búin að því. Lofaði hún mér að hún myndi láta mig vita þegar að hún væri búin að heyra í honum. Loksins Loksins um sjöleitið hringdi hún. Allt í góðu með brósa og fjölskyldu hann og frúin sátu inn í stofu heima hjá sér og horfðu á fréttir. Því líkur léttir. Enginn slasaður jú eitthvað hafði brotnað en annars allt í góðu. Verst með rauðvínsflöskuna sem brotnaði skítt með kristalinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mikil guðsmildi  að allir sluppu þokkalega heilir útúr þessum hörmungum.

Spurning hvort að viðlagasjóður greiði rauðvínsflöskuna

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband