Litlu lömbin skoðuð

Nú eru amman og afinn búin að fara með litlu krílin í sveitina.

Fyrst var farið með Karen Dögg um hvítasunnuna til að skoða litlu lömbin og kálfana. Fór afi með hana í fjárhúsið að skoða litlu lömbin og leist henni bara vel á þau síðan fóru þau í fjósið og sáu kálfana og var hún ekki eins hrifin. Kálfarnir baula svo hátt. Og dugleg er hún stelpuskottið hún fór út að leika í sveitinni með krökkunum sem voru í heimsókn.

Jæja síðan var farið með Mikael og Kristian í gær ekki leist þeim alveg eins vel á lömbin og afi tók engan séns að fara með þá í fjósið. Mikael er svo hrikalega hræddur við flugur að það er engin hemja en Kristian fílaði sig vel og keyrði leikfangatraktorinn eins og honum væri borgað fyrir það. Eitthvað verður nú að gera til að herða drenginn og fá hann til að sættast við flugurnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Var Sigurþór að mjólka? aumingjans börnin eru ábyggilega mest hrædd við bóndann! prófaðu að fara með þau þegar að bóndinn er fjarri

Veit samt ekki alveg með flugurnar, það er örugglega þér að kenna

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband