Afmæli í köben

Jæja ætli sé ekki best að skrifa eitthvað smá. Ekki eru nú margir sem fara inn á bloggið mitt en þeir fáu hafa nú lagt fram kvörtun.

Nýjasta nýtt hjá mér er nú heldur betur skemmtileg ferð til Kaupmannahafnar 24-28 apríl. Mikill undirbúningur var að þessari ferð, byrjað að plana í byrjun febrúar.Tilefnið var að koma litlu(stóru) systir á óvart en hún átti afmæli 25 apríl og varð 60 ára.

24 apríl var lagt af stað með flugi til köben mikil tilhlökkun í hópnum. Komum okkur fyrir í þessari líka fínu íbúð stutt frá Nýhöfn.

25 apríl kl. 10 var lagt af stað ákveðið hafði verið að ganga upp Strikið í rólegheitum og fara með lestinni út á Kastrup til að taka á móti afmælisbarninu. Heldur gekk nú seint að ganga vegna fótafúa í Óla bróðir og þurftu hinir karlmennirnir að bera hann síðasta spölinn. Jæja en í lestina komumst við og var nú komið smá stress í liðið hvort við værum ekki orðin of sein. Vélin var að lenda við alveg í stresskasti, verður hún komin út áður en við komum. En við áttum nú að vita að systir er nú frekar róleg í tíðinni og kæmi örugglega út með þeim síðustu. Önnur dóttir hennar var mætt og hin kom svo á harðaspretti og hélt að hún væri búin að missa af öllu fjörinu. Jæja þá var rifið upp úr bakpokanum íslensku fánarnir það dugði nú ekki bara einn heldur voru þeir tveir, á milli fánana var borði TIL HAMINGJU MEÐ 60 ÁRIN og stilltum við okkur upp með þetta á milli okkar við Guðni. Þóranna stóð með spjald sem á stóð FÉLAG ELDRIBORGARA KAUPMANNAHÖFN BJÓÐA HELGU OG PÉTRI VELKOMIN TIL KAUPMANNAHAFNAR. svo tók biðin við, út komu farþegarnir hver á fætur öðrum en ekki bólaði á systir og hennar húsbandi. Við eins og fífl og biðum og biðum en loksins loksins komu þau. Svipurinn sem kom á hana var alveg stórkostlegur. Eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að hafa með okkur stuðtæki því svei mér þá ef hjartað hafi bara ekki stoppað hjá henni í nokkrar sekúndur. Það hefði nú verið heldur slæm upp á koma ef hjartað hefði ekki hrokkið í gang aftur og við haft það á samviskunni að fríi þeirra hefði endað áður en það byrjaði.

26 apríl Bara gaman sól of flott veður

27 apríl Fermingarveisla í Óðinsvé

Ekta dönsk íslensk veisla. Flottar veitinga og það sem kom nú mest á óvart allt vínið og bjórinn sem boðið var uppá. En allir höguðu sé nema Danirnir voru duglegir að skála.Skrítið!

Heim komum við svo 28 apríl eftir vel heppnaða ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Velkomin heim krissa mín kær ég held að þú verðskuldir verðlaunin "Hrekkjalómur ársins 2008"

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband