Fríblöðin

Ég hef verið að velta því fyrir mér í sambandi við fríblöðin þ.s. Fréttablaðið og 24 stundir, sem eiga að berast í öll hús hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú allur gangur á því að þau berist daglega ekki það að ég sé eitthvað fúl yfir því að ég fái ekki frítt blað heim til mín. Heldur finnst mér auglýsendur vera sviknir. Þeir kaupa rándýrar auglýsingar í þessum blöðum í þeirri trú að hún sé lesin af sem flestum. Ég er sjálf áskrifandi af morgunblaðinu og fæ ég það alla morgna en 24 stundir skila sér svona að meðaltali 3-4 sinnum í viku. Er ekki sami blaðberinn sem ber út þessi blöð?

Fréttablaðið hefur skilað sér ágætlega hérna hjá mér en í næstu götu kemur það ekki svo dögum skiptir.

Það er gott að þiggja laun fyrir enga vinnu, auglýsendur borga brúsann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er óttalega misjöfn dreifingin á Fréttablaðinu, annars er ég moggalesandi og læt fríblöðin mæta afgangi, þ.e. ef ég hef tíma þá kíki ég á þau, en moggann verð ég að fá!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband