Hvorri á ég að trúa!

Vinkona mín til margra ára sem er mjög hreinskilin fór að tala um útlit mitt þ.s. húðina á mér. Vegna reykinga væri húðin á mér orðin hrukkótt og ljót. Ég viðurkenni að myndast hafa hrukkur í andlitinu og smá baugar, ja kannski aðeins meira en smá baugar. Ég var nú alveg viss um að það væri aldurinn að merkja sig, maður er nú ekki tvítugur lengur. Jú ég var líka farin að taka eftir að augnlokin voru farin að stækka þannig að ég get flett þeim alveg niður á baugana s.s. tvisvar sinnum. Á ég að fara í lýtaaðgerð? Eða á ég kannski bara að hætta að reykja og sjá hvort þetta lagist ekki. Eða að vera bara ánægð með mig eins og er.

Framundan var árshátíð hjá mér. Nú eitthvað varð ég að gera svo eiginmaðurinn færi ekki með svona óglæsilegri konu á árshátíð fyrirtækisins. Pantaði mín sér förðun til að hylja alla bauga og hrukkur, svakalega ánægð með mig að geta nú reddað þessu. Ég var svo heppin að förðunarfræðingurinn kom heim til mín.

Jæja hún var komin til að sparsla og hylja bauga. Fór hún mjúkum höndum um andlitið til að kanna hvað best væri að nota á miðaldra húð mína. Dettur þá út úr henni, mikið ertu með góða húð. Það var næstum því liðið yfir mig. Hvorri á ég að trúa vinkonu minni eða förðunarfræðingnum. Ég er en að spyrja mig að því og verð það líklega í langan tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þú ert bara reglulega sæt kæra vinkona

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ aftur, fór aðeins að pæla í þessu hjá þér, og verð að viðurkenna það að þó ég sé reyklaus þá fer ég ekki útúr húsi nema með meik og brúnkupúður bara til þess að börnin í götunni verði ekki hrædd Farðu svo að birta myndina af jólatréinu ykkar Guðna

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband