Varmalandsmeyjar! Ef einhverjar ykkar lesa þetta þá endilega hafið þið samband. Við eigum 30 ára afmæli í vor og er hugmyndin að hittast þá og halda upp á afmælið. Ef einhver man eftir að Sigga frænka eða einhver önnur frænka hafi verið á Varmalandi 1977-78 endilega láttu hana vita.
Á húsmæðraskólanum Varmalandi lærðum við að verða góðar ''húsmæður''. Og þótti þetta nám mjög nauðsynlegt öllum ungum stúlkum. Eitthvað var nú sem betur fer farið að breytast hugarfarið og vorum við því frekar fáar og en átti eftir að fækka. Þannig að skólinn var lagður niður. Nú nýtist skólahúsið sem skólastofur fyrir grunnskóla og vist fyrir nemendur á Bifröst.
Í dag vill engin vera bara venjuleg húsmóðir þannig að grundvöllur fyrir grautarskóla engin. En það var nú samt gaman á þessum skóla, og engin eftirsjá að hafa eitt tíma þar. Margar eru minningarnar frá þessum vetri og flest allar góðar. Ungir krakkar í dag myndu ekki samþykkja að vera lokuð inni kl. 20 á kvöldin en við létum þetta yfir okkur ganga. Það vandist.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.