Foreldrahús

Á nú eina ferðina enn að loka og fækka þeim úrræðum sem eru fyrir unga fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra? Hvað er að í þessu þjóðfélagi? Í blaðinu 24 stundir er viðtal við forsvarsmenn/konur foreldrahússins og sjá þær ekki fram á að geta haldið starfseminni gangandi vegna óheyrilegrar húsaleigu. Því nú á að rífa húsið sem starfsemin hefur verið með á leigu og reisa þar hótel. Er ekki einhver eða einhverjir þarna úti sem eru tilbúnir að aðstoða þennan góða málstað? Ég sjálf hef nú reyndar verið svo heppin að hafa ekki þurft að leita í foreldrahúsið. En ég veit að þeir sem þangað hafa leitað eru mjög ánægðir með þeirra starfsemi. Vona ég að úr rætist hjá þessu góða fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta er til háborinnar skammar að það sé alltaf verið að fækka þeim úrræðum sem fjölskyldur og einstaklingar sem eiga í vanda hafa til að fá aðstoð með sín mál.

Jóhanna (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tilheyrir foreldrahúsið ekki félagsmálaráðuneytinu? hvað er hún Jóhanna að hugsa?

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.11.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég átti að sjálfsögðu við hana Jóhönnu ráðherra

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.11.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband