Færsluflokkur: Matur og drykkur
Geggjuð uppskrift að jóla ávaxtaköku
Lesið vel.
1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand
Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær fætur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu
ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með
rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst ykkur ávaxtakökur nokkuð góðar hvort sem er?).
Matur og drykkur | 28.11.2008 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér kemur uppskrift
SVEITAPILTSINS DRAUMUR
Kjötfars (magn fer eftir fjölskyldustærð)
1.Laukur
1/4-1/2 Hvítkál
Hvítkál og laukur skorið smátt og svissað á pönnu þar til það er orðið mjúkt 1 tsk sykur stráð yfir og hrært saman við.
Eldfast mót smurt með smjörlíki eða olíu helmingurinn af kjötfarsinu smurt í botninn þar næst fer hvítkálið og laukurinn ofan á og að endingu restin af kjötfarsinu smurt yfir kálblönduna. Eldað í ofninum þangað til farsið er búið að taka brúnan lit.
Borið fram með soðnum kartöflum og t.d. piparsósu.
Matur og drykkur | 23.10.2008 | 23:14 (breytt 24.10.2008 kl. 13:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og sést í albúminu matarklúbburinn þá var sumarferð matarklúbbsins um síðustu helgi.
Þetta var svona inni útihátíð þar sem hluti hópsins gisti í tuskuhúsum fyrir utan bústaðinn.
Fuglahjónin Hrafnhildur og Þröstur sáu um matseldina að þessu sinni í sumarbústaðnum sínum. Hún Habba er náttúrulega algjör snillingur í matargerð og enginn fer svangur frá henni. Þröstur sá um ræðuhöldin og skemmtiatriðin. Allt tekið með trukki og dýfu í heitapottinum.
Ágætis mæting var en samt sár vantaði gaflarahjónin, það hefði nú ekki verið leiðinlegt ef þau hefðu mætt á svæðið með nýja tjaldútbúnaðinn sinn. En vonandi verða þau hress á næsta ári. Við verðum með fyrirbyggjandi ráðstafanir sem sagt vafin inn í bómull hálfum mánuði fyrir sumarferðina.
Alltaf stuð á þessum hóp.
Matur og drykkur | 13.8.2008 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar