Færsluflokkur: Ferðalög
Nú er alveg að skella á þriggja vikna sumarfrí. Til Spánar verður haldið á morgun og er bara ágætis spenna í okkur.
En eitt setur þó strik í reikninginn barnabarnið ætlar sér ekki að koma í heiminn áður en við förum. Ég sem var að vona að það myndi fæðast í gær eða í dag svo að ég gæti litið það augum áður en ég fer. En allt verður að hafa sinn gang, hann ætlar bara að kúra í móðurkviði aðeins lengur . Það verður erfitt að vera ekki heima þegar að hann fæðist og fá ekki að sjá hann fyrr en eftir þrjár vikur En það eru nú nokkrir klukkutímar eftir enn þannig að allt getur gerst.
Vona bara að allt gangi vel þó ég sé ekki á staðnum.
Sólarkveðja til allra
Ferðalög | 27.8.2008 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eins og sést í albúminu matarklúbburinn þá var sumarferð matarklúbbsins um síðustu helgi.
Þetta var svona inni útihátíð þar sem hluti hópsins gisti í tuskuhúsum fyrir utan bústaðinn.
Fuglahjónin Hrafnhildur og Þröstur sáu um matseldina að þessu sinni í sumarbústaðnum sínum. Hún Habba er náttúrulega algjör snillingur í matargerð og enginn fer svangur frá henni. Þröstur sá um ræðuhöldin og skemmtiatriðin. Allt tekið með trukki og dýfu í heitapottinum.
Ágætis mæting var en samt sár vantaði gaflarahjónin, það hefði nú ekki verið leiðinlegt ef þau hefðu mætt á svæðið með nýja tjaldútbúnaðinn sinn. En vonandi verða þau hress á næsta ári. Við verðum með fyrirbyggjandi ráðstafanir sem sagt vafin inn í bómull hálfum mánuði fyrir sumarferðina.
Alltaf stuð á þessum hóp.
Ferðalög | 13.8.2008 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja þá er nú búið að fara í langþráða ferð á Kirkjubæjarklaustur, Stína mágkona búin að bíða eftir að komast á klaustur í mörg ár. Loksins loksins og ekki varð hún fyrir vonbrigðum.
Vorum við á klaustri frá þriðjudegi til sunnudags og fengum mjög gott veður þ.s. nema fyrstu nóttina þá var hávaða rok og voru nokkrir sem fóru í það að taka niður fortjöldin svo þau fykju ekki til fjandans.
Vegna veðurs var nú ekki farið mikið að skoða en við fórum nú inn í Laka. Þar var 7 stiga hiti grenjandi rigning og líka kom svolítið haglél eins og sjá má á myndinni .
En fallegt var við Fagrafoss þar var sól og heiðskýrt
Á föstudagskvöldið bættust svo fleiri í hópinn.
Þetta var nú bara alveg ágætis ferð. Bara slakað á og legið í sólbaði.
Ferðalög | 21.7.2008 | 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki er nú hlaupið að því að ná sér í tjaldstæði ef maður leggur af stað um kvöldmataleytið á föstudegi.
Á föstudaginn var lagt af stað í útilegu og var ákvörðunarstaðurinn Þórisstaðarvatn og átti nú aðeins að bleyta færi í þessari útilegu. Allt fullt, jú við hefðum sjálfsagt getað komið vagninum fyrir með því að troða okkur inn á milli. En þar sem mér finnst nú ekkert gaman að troða mér upp á fólk sem ég ekki þekki var ákveðið að halda á næsta tjaldsvæði. Selskógur allt fullt. Var þá tekin stefnan á Varmaland, loksins loksins gátum við komið okkur fyrir alveg pláss fyrir þrjá vagna.
Tjaldstæðið á Varmalandi er alveg ágætt það mætti reyndar vera meiri gróður en mjög vel er passað upp á salernisaðstöðuna alltaf nægur pappír og þrifið reglulega og rusl fjarlægt. Ég get alveg mælt með þessu tjaldstæði.
Er ég orðin gömul og fordómafull? Seinnipartinn á laugardag komu tveir bílar fullir af ungum mönnum og voru farþegarnir veifandi bjórflöskum. Nú er friðurinn búinn þessa helgi En sóma piltar voru þetta Ekki heyrðist í þeim og þeir fengu að vera í friði fyrir tjaldverðinum þó svo að þeir væru undir 28 ára aldri og ekki með börn með sér eða kærustur til að búa til börn!
Úr einu í annað María mín kemur heim í kvöld eftir vel heppnaða Hróarskelduhátíð, eftir því sem hún hefur sagt mér. Sólbrennd og með blöðrur á fótum. Annað en í fyrra þá var hún bæði blaut að utan og innan.
Ferðalög | 8.7.2008 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í fréttablaðinu í gær var grein um viðgerðir á safni Samúels Jónssonar í Selárdal.Það er aðdáunarvert að þýskur myndhöggvari skuli koma hingað til lands með flokk af sjálfboðaliðum til að lagfæra þetta sérstaka safn.
Á ferðum mínum um vestfirði hef ég alltaf farið í Selárdalinn til að skoða þetta einstaka safn, því einstakt er það og sérstök upplifun að skoða það.
Að skoða safnið kennir manni að allir geti látið drauma sína rætast,það hefur Samúel svo sannarlega gert.
Vil ég benda fólki á sem leggur leið sína í Selárdalinn til að skoða safnið að í kirkjunni er söfnunarbaukur. Endilega hafið þið einhvern pening með ykkur og setjið í hann svo hægt sé að halda áfram að halda safninu við. Því miður er enginn posi á staðnum þannig að ekki eru tekin kort.
Skoðið og njótið
Ferðalög | 2.7.2008 | 09:03 (breytt kl. 11:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er búið að fara í fyrstu útilegu sumarsins, Brautarholt á Skeiðum varð fyrir valinu.
Barnabörnin voru alveg himinlifandi að fá að fara í útilegu því lík spenna þegar þau áttu að fara að sofa. Það tók nú langan tíma að koma sér niður og Kristian gat ekki sofnað fyrr en mamma fór að sofa.
Á laugardaginn var ekki nema 10 stiga hiti og hávaða rok svo ákveðið var að fara í bíltúr og skoða Gullfoss og Geysi. Fossinn var fallegur að vanda en lítið bar á Geysi. Ég held svei mér þá að hann sé bara búin að vera. En Strokkur tók smá syrpu.
Þetta var bara ágætis útilega en hefði mátt vera hlýrra.
Ferðalög | 30.6.2008 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Velkomin í Skagafjörð á ísbjarnaslóðir Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar. Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái. Viltu sjá ísbjörn, elta ísbjörn eða borða ísbjörn. Endalausir möguleikar sem bjóða upp á gríðarlegt adrenalínkikk. Skagafjörður er staðurinn þar sem hlutirnir gerast aftur og aftur.Ratleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark. Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum. Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð. Ævintýralegar flugferðir í leyfisleysi þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi. Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins. Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði. Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra. Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél staðinn um leið og ísbjörn birtist. Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi. Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09-17 Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við Dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu. Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu. Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk. Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu. Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum. Danskur Bjarnarbjór á tilboðsverði. Daglegir fyrirlestrar frá frægu fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni. Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins. Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna. Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð. Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélagsins. Skagafjörður iðandi af lífi og dauða. Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.
Þetta bréf barst mér í tölvupósti og mátti til að setja það á bloggið mitt svo aðrir gætu lesið.
Ferðalög | 21.6.2008 | 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar