Leigan hækkar og hækkar

Ég er ekki hissa á því að námsmenn séu í stórum stíl að flytja heim í foreldrahús aftur. Leigan hjá byggingafélagi námsmanna er alveg út úr kortinu. Í apríl auglýstu þeir til leigu nokkrar íbúðir og voru allir velkomnir að sækja um þær hvort sem um námsmann var að ræða eða aðra. Dóttir mín sótti um svo kallaða paraíbúð og fékk hana var leigan þá ca 79 þúsund plús hússjóður og rafmagn samtals ca 83.500. Í dag fór hún að sækja samninginn og var leigan þá komin í rúmar 85 þúsund plús rafmagn og hússjóður. Það kom nú hik á hana, hvernig á hún að geta gert samning til 1 árs ef leigan hækkar svona á milli mánaða. Hvernig eiga námsmenn sem eru á námslánum að geta staðið undir þessum hækkunum. Því ekki geri ég ráð fyrir að námslánin hækki í samræmi við aukin útgjöld. Hvað verður leigan há eftir 6 mánuði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband